Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Kristín Ólafsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 11. mars 2019 13:25 Verið er að leita að hentugu húsnæði fyrir skólahald í Fossvogsskóla og á niðurstaða að liggja fyrir í dag. Vísir/vilhelm Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. Einhverjir árgangar verða mögulega í öðrum hverfum. Aðrir skólar eru í skoðun vegna gruns um myglu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að Fossvogsskóla yrði lokað á miðvikudag vegna myglu. Tvær úttektir voru gerðar með mánaðarmillibili í skólanum en þær sýndu mismunandi niðurstöður. Sú fyrri sýndi að engin mygla væri í skólanum en móðir nemanda, sem taldi niðurstöðuna ranga, gekk á eftir því að önnur yrði gerð. Barnið hennar sem er í fyrsta bekk fór að finna fyrir einkennum um leið og skólahald hófst í haust. Helgi Grímsson, forstöðumaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að seinni úttektin hafi verið mun umfangsmeiri og því sýnt ítarlegri niðurstöður. „Fyrri skýrslan, hún varðaði eingöngu austasta hluta hússins og aðferðafræðin sem var beitt var ólík. En allavega voru vísbendingar eftir fyrri skýrsluna þannig að við töldum eðlilegt að kanna frekar málið.“ Skólanum verður lokað á miðvikudag og viðgerðir standa líklega yfir fram á haust. Verið er að leita að hentugu húsnæði fyrir skólahald á þessari önn og á niðurstaða að liggja fyrir í dag. „Til dæmis að hafa fyrsta til þriðja bekk saman og síðan fimmta til sjöunda bekk saman. Það er það sem við erum með í huga og eðlilega horfum við til þess að þetta henti vel til náms og starfa. Og þetta er bæði í hverfinu og annars staðar af því að við leggjum svo mikla áherslu á að hafa stærri hóp saman.“ Fleiri skólar eru í skoðun vegna mögulegrar myglu og rakaskemmda. „Allar vísbendingar, frá starfsfólki og börnum, munum við eðlilega í framhaldinu taka miklu skýrar fyrir. Við erum að vinna með rakavandamál í Breiðholtsskóla og það eru vísbendingar á nokkrum stöðum í Ártúnsskóla sem er verið að skoða. Ég er ekki með upplýsingar um annað í grunnskólum.“ Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Ráðist í stóra úttekt á myglu í Fossvogsskóla Foreldri barns í Fossvogsskóla gagnrýnir túlkun á sýnum sem tekin voru vegna lélegra loftgæða í skólanum. Foreldri rekur veikindi barnsins til myglu. Skólastjórinn segir nýjar mælingar eiga að skera úr um hvort mygla sé í skólanum. 26. janúar 2019 08:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. Einhverjir árgangar verða mögulega í öðrum hverfum. Aðrir skólar eru í skoðun vegna gruns um myglu. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að Fossvogsskóla yrði lokað á miðvikudag vegna myglu. Tvær úttektir voru gerðar með mánaðarmillibili í skólanum en þær sýndu mismunandi niðurstöður. Sú fyrri sýndi að engin mygla væri í skólanum en móðir nemanda, sem taldi niðurstöðuna ranga, gekk á eftir því að önnur yrði gerð. Barnið hennar sem er í fyrsta bekk fór að finna fyrir einkennum um leið og skólahald hófst í haust. Helgi Grímsson, forstöðumaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að seinni úttektin hafi verið mun umfangsmeiri og því sýnt ítarlegri niðurstöður. „Fyrri skýrslan, hún varðaði eingöngu austasta hluta hússins og aðferðafræðin sem var beitt var ólík. En allavega voru vísbendingar eftir fyrri skýrsluna þannig að við töldum eðlilegt að kanna frekar málið.“ Skólanum verður lokað á miðvikudag og viðgerðir standa líklega yfir fram á haust. Verið er að leita að hentugu húsnæði fyrir skólahald á þessari önn og á niðurstaða að liggja fyrir í dag. „Til dæmis að hafa fyrsta til þriðja bekk saman og síðan fimmta til sjöunda bekk saman. Það er það sem við erum með í huga og eðlilega horfum við til þess að þetta henti vel til náms og starfa. Og þetta er bæði í hverfinu og annars staðar af því að við leggjum svo mikla áherslu á að hafa stærri hóp saman.“ Fleiri skólar eru í skoðun vegna mögulegrar myglu og rakaskemmda. „Allar vísbendingar, frá starfsfólki og börnum, munum við eðlilega í framhaldinu taka miklu skýrar fyrir. Við erum að vinna með rakavandamál í Breiðholtsskóla og það eru vísbendingar á nokkrum stöðum í Ártúnsskóla sem er verið að skoða. Ég er ekki með upplýsingar um annað í grunnskólum.“
Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45 Ráðist í stóra úttekt á myglu í Fossvogsskóla Foreldri barns í Fossvogsskóla gagnrýnir túlkun á sýnum sem tekin voru vegna lélegra loftgæða í skólanum. Foreldri rekur veikindi barnsins til myglu. Skólastjórinn segir nýjar mælingar eiga að skera úr um hvort mygla sé í skólanum. 26. janúar 2019 08:30 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Sjá meira
Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12
Foreldrar höfðu lengi kvartað vegna myglu í Fossvogsskóla Foreldri þurfti að ganga hart fram til að úttekt yrði framkvæmd 10. mars 2019 19:45
Ráðist í stóra úttekt á myglu í Fossvogsskóla Foreldri barns í Fossvogsskóla gagnrýnir túlkun á sýnum sem tekin voru vegna lélegra loftgæða í skólanum. Foreldri rekur veikindi barnsins til myglu. Skólastjórinn segir nýjar mælingar eiga að skera úr um hvort mygla sé í skólanum. 26. janúar 2019 08:30
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels