Fótbolti

Solari rekinn og Zidane tekur aftur við

Anton Ingi Leifsson skrifar
Zidane er mættur aftur.
Zidane er mættur aftur. vísir/getty
Real Madrid tilkynnti nú undir kvöld að liðið hafi ákveðið að segja upp samningi sínum við Santiago Solari þjálfara liðsins en hann tók við liðinu fyrr á leiktíðinni.

Solari tók við liðinu eftir að Julen Lopetegui var rekinn í lok október en Solari hefur ekki gert merkilega hluti með liðið síðan þá. Liðið datt svo út í Meistaradeildinni gegn Ajax í síðustu viku eftir að hafa unnið fyrri leikinn 2-1.







Real leitar langt yfir skammt því félagið hefur áðið Zinedine Zidane á nýjan leik en hann stýrði liðinu frá því í janúar 2016 til síðasta sumars.

Hann gerði magnaða hluti liðið. Hann deildina tímabilið 2016/2017 og vann Meistaradeildina þrjú tímabilið í röð svo fátt eitt sé nefnt.







Fyrsti leikur Zidane verður gegn Celta Vigo á laugardaginn en Real Madrid er í þriðja sæti spænsku úrvalsdeildarinnar og er langt á eftir toppliði Barcelona.

Samningur Zidane við spænska stórveldið er til þriggja og hálfs árs. Hann verður tilkynntur formlega sem nýr þjálfari liðsins á blaðamannafundi síðar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×