Fleiri ungmenni sprauta sig í æð Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. mars 2019 22:15 Fimmtíu og sex ungmenni, undir tvítugu, sem voru á sjúkrahúsinu Vogi í fyrra höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð og er um vaxandi hóp að ræða að sögn yfirlæknis á Vogi. Þá sé regluleg sprautufíkn að aukast almennt en hátt í þrjú hundruð manns sem komu á Vog í fyrra tilheyra þeim hópi. Árið 2018 komu 443 einstaklingar sem hafa sprautað sig í æð, 755 sinnum, inn á sjúkrahúsið Vog en það er þriðjungur af öllum innritunum. Til samanburðar voru þeir 363 árið 2015 og 357 árið 2011. Síðustu tíu ára hafa þeir sem nota vímuefni í æð verið um tuttugu prósent af öllum innlögðum á Vogi. „En við sjáum að á síðustu þremur árum hefur það verið að færast upp og er komið upp í 27 prósent af innlögnunum,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Valgeðrur Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogivísir/baldurAðeins hluti hópsins er í reglulegri neyslu en í fyrra komu 276 einstaklingar sem sprauta vímuefnum reglulega í æð á Vog. Þessi hópur er einnig að stækka. „Við sjáum aukningu í því í þessum tölum okkar sem hafa verið mjög jafnar í langan tíma,“ segir Valgerður. Í 85 prósent tilfella sprautar fólkið örvandi efnum í æð. „Amfetamín og kokaín og líka metilfenidat lyf. En það er svo um fimmtán prósent sem eru að sprauta sig með sterkum verkjalyfjum,“ segir Valgerður. Stærsti hópurinn er á milli tvítugs og þrítugs. Valgerður segir eitt helsta áhyggjuefnið vera það að fjölgunin eigi einnig við um allra yngsta hópinn, tuttugu ára og yngri. Árið 2018 innrituðust 169 ungmenni 20 ára og yngri á Vog og höfðu 56 af þeim notað vímuefni í æð. Þá höfðu sautján einstaklingar undir 18 ára sprautað sig. „Ef þetta er eitthvað sem er orðið meira heillandi en áður þá er það svo miklu verri afleiðingar. Hættulegra. Það er lífshættulegt að sprauta í æð,“ segir Valgerður. Jafnvel þó gott aðgengi sé að hreinum áhöldum á Íslandi. „Það er lífshætta á meðan á neyslunni stendur. Ekki bara vegna ofskömmtunar heldur einnig bara af afleiðingum af efninum og bakteríum í húð og fleira sem getur óhjákvæmilega fylgt.“ Hún telur margt geta haft áhrif á þróunina. „Þetta eru umhverfisáhrif í raun sem hvetja til þess hvers konar vímuefni fólk velur sér.“ Þá segir Valgerður að staðan á Vogi sé alls ekki nógu góð fyrir þennan hóp. „Við höfum ekki tök á að sinna öllum þeim sem biðja um aðstoð jafnvel þó hann sé í svo hættulegri neyslu.“ Heilbrigðismál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Fimmtíu og sex ungmenni, undir tvítugu, sem voru á sjúkrahúsinu Vogi í fyrra höfðu sprautað sig með vímuefnum í æð og er um vaxandi hóp að ræða að sögn yfirlæknis á Vogi. Þá sé regluleg sprautufíkn að aukast almennt en hátt í þrjú hundruð manns sem komu á Vog í fyrra tilheyra þeim hópi. Árið 2018 komu 443 einstaklingar sem hafa sprautað sig í æð, 755 sinnum, inn á sjúkrahúsið Vog en það er þriðjungur af öllum innritunum. Til samanburðar voru þeir 363 árið 2015 og 357 árið 2011. Síðustu tíu ára hafa þeir sem nota vímuefni í æð verið um tuttugu prósent af öllum innlögðum á Vogi. „En við sjáum að á síðustu þremur árum hefur það verið að færast upp og er komið upp í 27 prósent af innlögnunum,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi. Valgeðrur Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogivísir/baldurAðeins hluti hópsins er í reglulegri neyslu en í fyrra komu 276 einstaklingar sem sprauta vímuefnum reglulega í æð á Vog. Þessi hópur er einnig að stækka. „Við sjáum aukningu í því í þessum tölum okkar sem hafa verið mjög jafnar í langan tíma,“ segir Valgerður. Í 85 prósent tilfella sprautar fólkið örvandi efnum í æð. „Amfetamín og kokaín og líka metilfenidat lyf. En það er svo um fimmtán prósent sem eru að sprauta sig með sterkum verkjalyfjum,“ segir Valgerður. Stærsti hópurinn er á milli tvítugs og þrítugs. Valgerður segir eitt helsta áhyggjuefnið vera það að fjölgunin eigi einnig við um allra yngsta hópinn, tuttugu ára og yngri. Árið 2018 innrituðust 169 ungmenni 20 ára og yngri á Vog og höfðu 56 af þeim notað vímuefni í æð. Þá höfðu sautján einstaklingar undir 18 ára sprautað sig. „Ef þetta er eitthvað sem er orðið meira heillandi en áður þá er það svo miklu verri afleiðingar. Hættulegra. Það er lífshættulegt að sprauta í æð,“ segir Valgerður. Jafnvel þó gott aðgengi sé að hreinum áhöldum á Íslandi. „Það er lífshætta á meðan á neyslunni stendur. Ekki bara vegna ofskömmtunar heldur einnig bara af afleiðingum af efninum og bakteríum í húð og fleira sem getur óhjákvæmilega fylgt.“ Hún telur margt geta haft áhrif á þróunina. „Þetta eru umhverfisáhrif í raun sem hvetja til þess hvers konar vímuefni fólk velur sér.“ Þá segir Valgerður að staðan á Vogi sé alls ekki nógu góð fyrir þennan hóp. „Við höfum ekki tök á að sinna öllum þeim sem biðja um aðstoð jafnvel þó hann sé í svo hættulegri neyslu.“
Heilbrigðismál Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira