Fótbolti

Guardiola vonar að Bayern slái út Liverpool

Pep Guardiola á marga vini í Bæjaralandi.
Pep Guardiola á marga vini í Bæjaralandi. vísir/getty
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, vonast til þess að Bayern München leggi Liverpool að velli í Meistaradeildinni í kvöld og komist áfram í átta liða úrslitin ásamt City.

City niðurlægði þýska liðið Schalke í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitunum í gær með 7-0 sigri en lærisveinar Pep Guardiola fóru áfram samanlagt, 10-2.

Bayern og Liverpool gerðu markalaust jafntefli á Anfield í fyrri leik liðanna og er því heldur betur spenna fyrir seinni leiknum sem fram fer á Allianz-vellinum í München í kvöld.

„Því miður fyrir alla ensku þjóðina þá vil ég að Bayern komist áfram. Ég er hluti af því félagi. Ég elska München og ég elska Bayern. Ég á mikið af vinum þar,“ sagði Guardiola eftir sigurinn í gær en hann stýrði Bayern í þrjú ár.

Samanlagður 10-2 sigur City í gær er sá stærsti hjá ensku liði í sögu útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar en í fyrsta sinn í átta ár verða að minnsta kosti þrjú ensk lið í átta liða úrslitunum.

Tottenham og Manchester United verða í pottinum þegar að dregið verður á föstudaginn sem og Manchester City en það kemur svo í ljós í kvöld hvort að Liverpool verði fjórða enska liðið í pottinum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×