Agüero er ekki hræddur við Drake bölvunina en Liverpool menn brosa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2019 23:00 Ætli Sergio Agüero muni sjá eftir myndatökunni með Drake? Getty/ Marc Atkins Argentínski knattspyrnumaðurinn Sergio Agüero er fullur sjálfstraust þessa dagana enda á Manchester City möguleika á því að vinna fjórfalt í ár. Sergio Agüero hefur verið frábær með liði Manchester City á tímabilinu og er þegar kominn með 27 mörk í öllum keppnum þar af átján þeirra í ensku úrvalsdeildinni. Svo sigurviss er Sergio Agüero orðinn eftir þetta góða gengi sitt og liðsins að hann er ekki einu sinni hræddur við Drake bölvunina..@aguerosergiokun x @Drake last night in town pic.twitter.com/eyoBZzqLUO — Manchester City (@ManCity) March 11, 2019Sergio Agüero tók mynd af sér með kanadíska tónlistarmanninum Drake í byrjun vikunnar en slíkt hefur sjaldan komið vel út fyrir íþróttamenn. Bandarísk háskólalið í körfubolta og fótbolta, UFC bardagakappar, NBA-meistarar og goðsögn í tennisheiminum eru meðal þeirra sem hafa verið fórnarlömb Drake bölvunarinnar. Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um Drake bölvunina.Sturridge takes pic with Drake - Liverpool finish 2nd McGregor takes pic with Drake - Loses to Khabib Drake supports Serena Williams at US Open - Loses Drake wears Golden State Warriors top - They lose Congratulations Liverpool - 2018/19 Premier League winners! pic.twitter.com/nofKPDLpo3 — FootballFunnys (@FootballFunnnys) March 13, 2019Það er því ekkert skrýtið að stuðningsmenn Liverpool hafi brosað þegar þeir sáu myndina af Sergio Agüero og Drake. Þeir muna sjálfir eftir bölvun hans frá 2014. Sergio Agüero fann ekki mikið fyrir Drake bölvuninni í fyrsta leik því Manchester City vann 7-0 sigur á Schalke 04 í Meistaradeildinni í gær þar sem argentínski framherjinn skoraði tvö fyrstu mörkin. Það eru átta leikir eftir og Manchester City er með eins stigs forskot á Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. City hefur náð aftur frumkvæðinu með tíu sigrum í síðustu ellefu deildarleikjum og Sergio Agüero hefur skorað 10 mörk í þessum ellefu leikjum. Nú þarf Manchester City ekki bara að vinna Liverpool í titilbaráttunni heldur einnig að sigrast á Drake bölvuninni. Það hefur reynst mörgum frábærum liðum og íþróttamönnum erfitt. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Argentínski knattspyrnumaðurinn Sergio Agüero er fullur sjálfstraust þessa dagana enda á Manchester City möguleika á því að vinna fjórfalt í ár. Sergio Agüero hefur verið frábær með liði Manchester City á tímabilinu og er þegar kominn með 27 mörk í öllum keppnum þar af átján þeirra í ensku úrvalsdeildinni. Svo sigurviss er Sergio Agüero orðinn eftir þetta góða gengi sitt og liðsins að hann er ekki einu sinni hræddur við Drake bölvunina..@aguerosergiokun x @Drake last night in town pic.twitter.com/eyoBZzqLUO — Manchester City (@ManCity) March 11, 2019Sergio Agüero tók mynd af sér með kanadíska tónlistarmanninum Drake í byrjun vikunnar en slíkt hefur sjaldan komið vel út fyrir íþróttamenn. Bandarísk háskólalið í körfubolta og fótbolta, UFC bardagakappar, NBA-meistarar og goðsögn í tennisheiminum eru meðal þeirra sem hafa verið fórnarlömb Drake bölvunarinnar. Hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um Drake bölvunina.Sturridge takes pic with Drake - Liverpool finish 2nd McGregor takes pic with Drake - Loses to Khabib Drake supports Serena Williams at US Open - Loses Drake wears Golden State Warriors top - They lose Congratulations Liverpool - 2018/19 Premier League winners! pic.twitter.com/nofKPDLpo3 — FootballFunnys (@FootballFunnnys) March 13, 2019Það er því ekkert skrýtið að stuðningsmenn Liverpool hafi brosað þegar þeir sáu myndina af Sergio Agüero og Drake. Þeir muna sjálfir eftir bölvun hans frá 2014. Sergio Agüero fann ekki mikið fyrir Drake bölvuninni í fyrsta leik því Manchester City vann 7-0 sigur á Schalke 04 í Meistaradeildinni í gær þar sem argentínski framherjinn skoraði tvö fyrstu mörkin. Það eru átta leikir eftir og Manchester City er með eins stigs forskot á Liverpool á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. City hefur náð aftur frumkvæðinu með tíu sigrum í síðustu ellefu deildarleikjum og Sergio Agüero hefur skorað 10 mörk í þessum ellefu leikjum. Nú þarf Manchester City ekki bara að vinna Liverpool í titilbaráttunni heldur einnig að sigrast á Drake bölvuninni. Það hefur reynst mörgum frábærum liðum og íþróttamönnum erfitt.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira