Innlent

Sigríður Andersen stígur til hliðar

Birgir Olgeirsson skrifar
Sigríður Andersen í dómsmálaráðuneytinu
Sigríður Andersen í dómsmálaráðuneytinu Vísir/Vilhelm

Sigríður Andersen hefur ákveðið að stíga til hliðar sem dómsmálaráðherra. Þetta tilkynnti Sigríður á blaðamannafundi í dómsmálaráðuneytinu rétt í þessu.

Sigríður sagði að persóna hennar kunni að trufla ákvarðanir sem þarf að taka í Landsréttarmálinu og í því ljósi hefur hún ákveðið að stíga til hliðar næstu vikurnar.

Hún bjóst við því að dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, sem taldi skipan dómara í Landsrétt brjóta gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu, yrði skotið til Yfirréttar í Strassborg, sér í lagi í ljós harðorðrar gagnrýni tveggja dómara í sérákvæði. Mikilvægt sé að fá niðurstöðu í málið því það geti haft mikið fordæmi fyrir dómstóla um alla Evrópu.  

Á blaðamannafundinum fór hún yfir sögu Landsréttarmálsins og sagði skipan dómaranna hefði verið metin lögmæt af Hæstarétti þó svo að niðurstaða hans hefði verið að stjórnsýsla hans hafi ekki verið nógu góð.

Enginn dómur, hvorki hérlendis eða erlendis, hafi komist að þeirri niðurstöðu að dómararnir í Landsrétti séu ekki hæfir. 

Sigríður sagði við fjölmiðlamenn að hún hefði ekki látið Katrínu Jakobsdóttur forsætisáðherra vita af ákvörðuninni fyrir blaðamannfundinn. Þá sagði hún að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefði ekki komið nálægt ákvörðuninni, þetta hefði verið hennar ákvörðun. 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.