Sigríður Andersen stígur til hliðar Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2019 14:58 Sigríður Andersen í dómsmálaráðuneytinu Vísir/Vilhelm Sigríður Andersen hefur ákveðið að stíga til hliðar sem dómsmálaráðherra. Þetta tilkynnti Sigríður á blaðamannafundi í dómsmálaráðuneytinu rétt í þessu. Sigríður sagði að persóna hennar kunni að trufla ákvarðanir sem þarf að taka í Landsréttarmálinu og í því ljósi hefur hún ákveðið að stíga til hliðar næstu vikurnar. Hún bjóst við því að dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, sem taldi skipan dómara í Landsrétt brjóta gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu, yrði skotið til Yfirréttar í Strassborg, sér í lagi í ljós harðorðrar gagnrýni tveggja dómara í sérákvæði. Mikilvægt sé að fá niðurstöðu í málið því það geti haft mikið fordæmi fyrir dómstóla um alla Evrópu. Á blaðamannafundinum fór hún yfir sögu Landsréttarmálsins og sagði skipan dómaranna hefði verið metin lögmæt af Hæstarétti þó svo að niðurstaða hans hefði verið að stjórnsýsla hans hafi ekki verið nógu góð. Enginn dómur, hvorki hérlendis eða erlendis, hafi komist að þeirri niðurstöðu að dómararnir í Landsrétti séu ekki hæfir. Sigríður sagði við fjölmiðlamenn að hún hefði ekki látið Katrínu Jakobsdóttur forsætisáðherra vita af ákvörðuninni fyrir blaðamannfundinn. Þá sagði hún að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefði ekki komið nálægt ákvörðuninni, þetta hefði verið hennar ákvörðun. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22 Blaðamannafundur Sigríðar og viðbrögð þingmanna við ákvörðun hennar Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafa boðað til funda í dag þar sem rætt verður við blaðamenn vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 13. mars 2019 14:13 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Sigríður Andersen hefur ákveðið að stíga til hliðar sem dómsmálaráðherra. Þetta tilkynnti Sigríður á blaðamannafundi í dómsmálaráðuneytinu rétt í þessu. Sigríður sagði að persóna hennar kunni að trufla ákvarðanir sem þarf að taka í Landsréttarmálinu og í því ljósi hefur hún ákveðið að stíga til hliðar næstu vikurnar. Hún bjóst við því að dómi Mannréttindadómstóls Evrópu, sem taldi skipan dómara í Landsrétt brjóta gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu, yrði skotið til Yfirréttar í Strassborg, sér í lagi í ljós harðorðrar gagnrýni tveggja dómara í sérákvæði. Mikilvægt sé að fá niðurstöðu í málið því það geti haft mikið fordæmi fyrir dómstóla um alla Evrópu. Á blaðamannafundinum fór hún yfir sögu Landsréttarmálsins og sagði skipan dómaranna hefði verið metin lögmæt af Hæstarétti þó svo að niðurstaða hans hefði verið að stjórnsýsla hans hafi ekki verið nógu góð. Enginn dómur, hvorki hérlendis eða erlendis, hafi komist að þeirri niðurstöðu að dómararnir í Landsrétti séu ekki hæfir. Sigríður sagði við fjölmiðlamenn að hún hefði ekki látið Katrínu Jakobsdóttur forsætisáðherra vita af ákvörðuninni fyrir blaðamannfundinn. Þá sagði hún að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefði ekki komið nálægt ákvörðuninni, þetta hefði verið hennar ákvörðun.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22 Blaðamannafundur Sigríðar og viðbrögð þingmanna við ákvörðun hennar Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafa boðað til funda í dag þar sem rætt verður við blaðamenn vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 13. mars 2019 14:13 Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Sjá meira
Katrín lýsti yfir áhyggjum sínum við Sigríði í gær Styður ákvörðun ráðherrans að stíga til hliðar. 13. mars 2019 15:22
Blaðamannafundur Sigríðar og viðbrögð þingmanna við ákvörðun hennar Bæði forsætisráðherra og dómsmálaráðherra hafa boðað til funda í dag þar sem rætt verður við blaðamenn vegna niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu. 13. mars 2019 14:13