Erlent

Tveir byssumenn myrtu börn í skóla í Sao Paulo

Kjartan Kjartansson skrifar
Fólk sygir fyrir utan Raul Brasil-ríkisskólann í Suzano í morgun.
Fólk sygir fyrir utan Raul Brasil-ríkisskólann í Suzano í morgun. AP/Mauricio Sumiya

Að minnsta kosti sjö nemendur og einn starfsmaður skóla nærri Sao Paulo í Brasilíu féllu þegar tveir hettuklæddir unglingspiltar hófu skothríð þar í morgun. Lögreglan segir að morðingjarnir hafi svipti sig lífi eftir árásina.

Skothríðin hófst þegar nemendur í ríkisskóla í Suzano nærri Sao Paulo voru í frímínútum klukkan 9:30 að staðartíma, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Að minnsta kosti tíu særðust í árásinni auk þeirra sem féllu. Nemendur við skólann eru á aldrinum sex til átján ára.

Lögreglan segir að árásarmennirnir hafi verið fyrrverandi nemendur við skólann en tilefni árásarinnar liggi ekki fyrir. Reuters-fréttastofan segir að skotárás hafi átt sér stað nærri skólanum skömmu fyrir árásina í morgun. Ekki sé ljóst hvort að þær tengist.

Þó að morð með skotvopnum séu algeng í Brasilíu eru skólaskotárásir af þessu tagi fátíðar þar í landi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.