Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. mars 2019 17:29 Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. Vísir/stöð 2 „Hvað er eiginlega á seyði? Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að fara að draga okkur út úr Mannréttindadómstól Evrópu?“ spyr Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, í samtali við fréttastofu, sem var skelkuð eftir að hafa setið undir orðræðu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Sigríðar Á Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, um Mannréttindadómstól Evrópu. Að loknum blaðamannafundi spurði fjármálaráðherra hvort við hefðum framselt túlkunarvald yfir íslenskum lögum til Evrópu og sagði niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu í gegnum tíðina oft verið mjög umdeildar. Þannig sé „lifandi umræða í Bretlandi“ undanfarin ár um það hvort þeir vilji segja sig frá dómstólnum. „Nú finnst mér komið upp mál þar sem við hljótum að spyrja okkur hvort hér hafi verið stigið yfir línuna af dómstóli sem er ekki æðsti dómstóll á Íslandi,“ sagði Bjarni. Helga Vala segir að með orðræðu fráfarandi dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra um MDE sé lagður grunnur að því að líkjast löndum sem við viljum allajafna ekki bera okkur saman við. „Erum við komin þangað? Erum við að fylkja okkur í lið með ráðstjórnarríkjunum Ungverjalandi og Póllandi sem hafa sýnt mjög svo geræðislega tilburði að undanförnu. Mér brá. Hvaða rugl er þetta?“ segir Helga Vala sem segir að það sé mjög alvarlegt að grafa undan Mannréttindadómstól Evrópu sem hafi fært okkur ótal réttarbætur og aukið tiltrú á réttarkerfinu. „Eitt er dómsmálaráðherra í vörn sinni en annað þegar formaður flokksins er farinn að bakka þetta upp þá auðvitað hættir manni að standa á sama,“ segir Helga Vala um orðræðu Bjarna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, síðdegis í dag að hún hefði miklar áhyggjur af orðfæri Sigríðar og Bjarna. Þórhildur Sunna, þingflokksformaður Pírata, hefur miklar áhyggjur af þeirri orðræðu sem Bjarni Benediktsson og Sigríður Á. Andersen hafa haft í frammi um MDE.Fbl/ernir „Ég sem formaður laga og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins er bara frekar hrygg að sjá landið mitt stíga á sömu brautir og Pólland og Rússland og önnur lönd sem hafa verið að grafa undan trúverðugleika þessa gríðarlega mikilvæga dómstóls sem hefur gefið okkur hverja réttarbótina á fætur annarri.“ Þórhildur Sunna segir þá að ríkisstjórnin hefði átt að vera betur undirbúin fyrir niðurstöðu MDE í ljósi þess að þetta hafi lengi legið fyrir. Það gangi ekki að ríkisstjórnin viti ekki hvað skuli gera næst. Dómsmálaráðuneytið megi ekki mæta afgangi Helga Vala segir að það sé ekki við hæfi að Sjálfstæðisflokkurinn komi fram við dómsmálaráðuneytið sem einhverja afgangsstærð. Þetta sé gríðarlega mikilvægt ráðuneyti sem megi ekki mæta afgangi. Hún bendir þá á að það sé ekki til neitt stjórnskipunarlega sem heiti að „stíga til hliðar“ tímabundið sem ráðherra. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtal sem Heimir Már Pétursson fréttamaður tók við Þórhildi Sunnu skömmu eftir að Sigríður Á. Andersen tilkynnti að hún hyggðist stíga til hliðar. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Hriktir í ríkisstjórnarsamstarfinu Bakland Vinstri grænna í uppnámi vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen. 13. mars 2019 13:22 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
„Hvað er eiginlega á seyði? Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að fara að draga okkur út úr Mannréttindadómstól Evrópu?“ spyr Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar, í samtali við fréttastofu, sem var skelkuð eftir að hafa setið undir orðræðu Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Sigríðar Á Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, um Mannréttindadómstól Evrópu. Að loknum blaðamannafundi spurði fjármálaráðherra hvort við hefðum framselt túlkunarvald yfir íslenskum lögum til Evrópu og sagði niðurstöður Mannréttindadómstóls Evrópu í gegnum tíðina oft verið mjög umdeildar. Þannig sé „lifandi umræða í Bretlandi“ undanfarin ár um það hvort þeir vilji segja sig frá dómstólnum. „Nú finnst mér komið upp mál þar sem við hljótum að spyrja okkur hvort hér hafi verið stigið yfir línuna af dómstóli sem er ekki æðsti dómstóll á Íslandi,“ sagði Bjarni. Helga Vala segir að með orðræðu fráfarandi dómsmálaráðherra og fjármálaráðherra um MDE sé lagður grunnur að því að líkjast löndum sem við viljum allajafna ekki bera okkur saman við. „Erum við komin þangað? Erum við að fylkja okkur í lið með ráðstjórnarríkjunum Ungverjalandi og Póllandi sem hafa sýnt mjög svo geræðislega tilburði að undanförnu. Mér brá. Hvaða rugl er þetta?“ segir Helga Vala sem segir að það sé mjög alvarlegt að grafa undan Mannréttindadómstól Evrópu sem hafi fært okkur ótal réttarbætur og aukið tiltrú á réttarkerfinu. „Eitt er dómsmálaráðherra í vörn sinni en annað þegar formaður flokksins er farinn að bakka þetta upp þá auðvitað hættir manni að standa á sama,“ segir Helga Vala um orðræðu Bjarna. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann, síðdegis í dag að hún hefði miklar áhyggjur af orðfæri Sigríðar og Bjarna. Þórhildur Sunna, þingflokksformaður Pírata, hefur miklar áhyggjur af þeirri orðræðu sem Bjarni Benediktsson og Sigríður Á. Andersen hafa haft í frammi um MDE.Fbl/ernir „Ég sem formaður laga og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins er bara frekar hrygg að sjá landið mitt stíga á sömu brautir og Pólland og Rússland og önnur lönd sem hafa verið að grafa undan trúverðugleika þessa gríðarlega mikilvæga dómstóls sem hefur gefið okkur hverja réttarbótina á fætur annarri.“ Þórhildur Sunna segir þá að ríkisstjórnin hefði átt að vera betur undirbúin fyrir niðurstöðu MDE í ljósi þess að þetta hafi lengi legið fyrir. Það gangi ekki að ríkisstjórnin viti ekki hvað skuli gera næst. Dómsmálaráðuneytið megi ekki mæta afgangi Helga Vala segir að það sé ekki við hæfi að Sjálfstæðisflokkurinn komi fram við dómsmálaráðuneytið sem einhverja afgangsstærð. Þetta sé gríðarlega mikilvægt ráðuneyti sem megi ekki mæta afgangi. Hún bendir þá á að það sé ekki til neitt stjórnskipunarlega sem heiti að „stíga til hliðar“ tímabundið sem ráðherra. Í spilaranum hér að neðan má hlusta á viðtal sem Heimir Már Pétursson fréttamaður tók við Þórhildi Sunnu skömmu eftir að Sigríður Á. Andersen tilkynnti að hún hyggðist stíga til hliðar.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Hriktir í ríkisstjórnarsamstarfinu Bakland Vinstri grænna í uppnámi vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen. 13. mars 2019 13:22 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Sigríður Andersen stígur til hliðar Vill ekki láta persónu sína trufla framhald Landsréttarmálsins. 13. mars 2019 14:58
Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55
Hriktir í ríkisstjórnarsamstarfinu Bakland Vinstri grænna í uppnámi vegna stöðu Sigríðar Á. Andersen. 13. mars 2019 13:22