Fótbolti

Magni Fannberg kemur inn í njósnateymi landsliðsins

Magni Fannberg starfar hjá AIK.
Magni Fannberg starfar hjá AIK. vísir
Magni Fannberg, sem í vikunni var ráðinn þróunarstjóri sænska meistaraliðsins AIK í Stokkhólmi, er kominn inn í njósnateymi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta.

Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, tilkynnti þetta á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ þar sem hópurinn fyrir leikina á móti Andorra og Frakklandi var kynntur.

Magni, sem er uppalinn hjá HK, var áður í sama starfi hjá Brann sem er stórlið í Noregi en þessi 39 ára gamli þjálfari hefur vakið mikla athygli á Norðurlöndum undanfarin ár.

Magni mun sjá um að kortleggja Tyrki fyrir undankeppni en Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, njósnar um Andorra og Albaníu.

Davíð Snorri Jónasson verður svo með Albaníu og Tyrkland en Gunnar Borgþórsson, fyrrverandi þjálfari kvenna- og karlaliðss Selfoss, verður teyminu einnig innan handa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×