Íslenski boltinn

Agla María og Bergþóra afgreiddu Stjörnuna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Agla var á skotskónum í kvöld.
Agla var á skotskónum í kvöld. vísir/ernir

Breiðablik vann 2-0 sigur á Stjörnunni í A-deild Lengjubikars kvenna er leikið var í Fífunni fyrr í kvöld.

Agla María Albertsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks er hún skoraði á 39. mínútu en hún var að skora þar gegn sínum gömlu félögum. Markið skoraði Agla eftir laglega takta í vítateig Stjörnunar.

Eitt mark var svo skorað í síðari hálfleik en það gerði hin unga og efnilega Bergþóra Sól Ásmundsdóttir. Hún er fædd árð 2003 og er því einungis sextán ára gömul.

Breiðablik er með sex stig eftir fyrstu tvo leikina sína í riðlinum en Stjarnan er með fjögur stig eftir sína fjóra leiki.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.