Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2019 07:53 Frá vettvangi skammt frá annarri moskunni. vísir/epa Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. Búið er að taka myndbandið niður og hefur lögreglan hvatt almenning til að dreifa því ekki. Maðurinn er einn fjögurra sem er í haldi lögreglu en hann er ástralskur ríkisborgari. Að minnsta kosti 49 létust í skotárásinni sem var gerð um klukkan 13:40 að staðartíma eða klukkan 02:40 að íslenskum tíma. Þá eru 48 slasaðir, þar á meðal ung börn, samkvæmt upplýsingum frá spítala í Christchurch. Mike Bush, lögreglustjórinn í Christchurch, mun ávarpa fjölmiðla núna klukkan átta að íslenskum tíma. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, lýsir árásinni sem hryðjuverki en hinir grunuðu eru taldir vera öfgahægrimenn. Ástralinn sem er í haldi er sagður heita Brenton Tarrant. Hann er 28 ára. Tarrant setti 73 blaðsíðna yfirlýsingu á internetið áður en hann lét til skarar skríða í moskunum tveimur.#BREAKING: Man who identified himself as Brenton Tarrant uploaded lengthy manifesto online before carrying out Christchurch, New Zealand shooting rampage https://t.co/3dwagifAuOpic.twitter.com/k4IIIa2Umy — Matthew Keys (@MatthewKeysLive) March 15, 2019Ástralinn sem er í haldi er sagður heita Brenton Tarrant. Hann er 28 ára. Tarrant setti 73 blaðsíðna yfirlýsingu á internetið áður en hann lét til skarar skríða í moskunum tveimur. Í yfirlýsingunni lýsir hann sjálfum sér sem venjulegum hvítum manni. Hann sé maður úr verkamannastétt sem hafi ákveðið að gera árás til að stemma stigu við straumi innflytjenda til Evrópulanda. Tarrant segist vilja „sýna innrásarmönnum að okkar lönd verði aldrei þeirra lönd, okkar heimalönd eru okkar, og á meðan að hvíti maðurinn lifir enn, þá munu þeir aldrei sigra okkar lönd og þeir munu aldrei koma í stað okkar fólks.“ Mike Bush, lögreglustjórinn í Christchurch, mun ávarpa fjölmiðla núna klukkan átta að íslenskum tíma. Fréttin var uppfærð klukkan 08:10 með nýjum upplýsingum um fjölda látinna. Kommentakerfinu við þessa frétt hefur verið lokað. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. Búið er að taka myndbandið niður og hefur lögreglan hvatt almenning til að dreifa því ekki. Maðurinn er einn fjögurra sem er í haldi lögreglu en hann er ástralskur ríkisborgari. Að minnsta kosti 49 létust í skotárásinni sem var gerð um klukkan 13:40 að staðartíma eða klukkan 02:40 að íslenskum tíma. Þá eru 48 slasaðir, þar á meðal ung börn, samkvæmt upplýsingum frá spítala í Christchurch. Mike Bush, lögreglustjórinn í Christchurch, mun ávarpa fjölmiðla núna klukkan átta að íslenskum tíma. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, lýsir árásinni sem hryðjuverki en hinir grunuðu eru taldir vera öfgahægrimenn. Ástralinn sem er í haldi er sagður heita Brenton Tarrant. Hann er 28 ára. Tarrant setti 73 blaðsíðna yfirlýsingu á internetið áður en hann lét til skarar skríða í moskunum tveimur.#BREAKING: Man who identified himself as Brenton Tarrant uploaded lengthy manifesto online before carrying out Christchurch, New Zealand shooting rampage https://t.co/3dwagifAuOpic.twitter.com/k4IIIa2Umy — Matthew Keys (@MatthewKeysLive) March 15, 2019Ástralinn sem er í haldi er sagður heita Brenton Tarrant. Hann er 28 ára. Tarrant setti 73 blaðsíðna yfirlýsingu á internetið áður en hann lét til skarar skríða í moskunum tveimur. Í yfirlýsingunni lýsir hann sjálfum sér sem venjulegum hvítum manni. Hann sé maður úr verkamannastétt sem hafi ákveðið að gera árás til að stemma stigu við straumi innflytjenda til Evrópulanda. Tarrant segist vilja „sýna innrásarmönnum að okkar lönd verði aldrei þeirra lönd, okkar heimalönd eru okkar, og á meðan að hvíti maðurinn lifir enn, þá munu þeir aldrei sigra okkar lönd og þeir munu aldrei koma í stað okkar fólks.“ Mike Bush, lögreglustjórinn í Christchurch, mun ávarpa fjölmiðla núna klukkan átta að íslenskum tíma. Fréttin var uppfærð klukkan 08:10 með nýjum upplýsingum um fjölda látinna. Kommentakerfinu við þessa frétt hefur verið lokað.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31