Brighton í undanúrslit eftir mikla dramatík

Dagur Lárusson skrifar
Brighton er komið í undanúrslit.
Brighton er komið í undanúrslit. vísir/getty
Brighton var rétt í þessu að tryggja sér farseðilinn í undanúrslit FA-bikarsins eftir sigur á Millwall í vítaspyrnukeppni.

 

Það voru liðsmenn Millwall sem voru með yfirhöndina meginhlutann að þessum leik en hvorugu liðinu tókst þó að skora í fyrri hálfleiknum.

 

Það var ekki fyrr en í seinni hálfleiknum þar sem mörkin komu en þó ekki fyrr en á 70. mínútu en þá skoraði Alex Pearce fyrir Millwall. Tíu mínútum síðar var staðan orðin 2-0 eftir að Aiden O´Brien skoraði fyrir Millwall og allt stefndi í að Millwall væri á leiðinni á Wembley en þá tóm dramatíkin við.

 

Þegar aðeins tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma skoraði Jurgen Lacadia og minnkaði þar með muninn sem gerði lokamínúturnar æsispennandi. Millwall reyndu hvað þeir gátu að halda út en náðu því ekki því Solly March skoraði í blálokin og tryggði Brighton framlengingu.

 

Hvorugt liðið náði að skora í framlengingunni og því þurfti að skilja á milli liðanna í vítaspyrnukeppni. Þar hafði Brighton betur þrátt fyrir að klikka á sína fyrsta víti og Brighton mun því spila í undanúrslitunum í næsta mánuði.





 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira