Fótbolti

Toppliðin í Evrópu myndu neita að mæta í nýju FIFA-keppnina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Real Madrid vann heimsmeistarakeppni félagsliða í desember síðastliðnum.
Real Madrid vann heimsmeistarakeppni félagsliða í desember síðastliðnum. Getty/Michael Regan
Alþjóða knattspyrnusambandið hefur fengið skýr skilaboð frá toppklúbbunum í Evrópu sem taka ekki vel í nýja og stærri heimsmeistarakeppni félagsliða.FIFA ætlar að breyta heimsmeistarakeppni félagsliða frá og með árinu 2021 en það yrði ekki rismikil keppni ef bestu lið Evrópu neita að taka þátt í keppninni.Samtök evrópskra knattspyrnufélaga segja að ekki sé hægt að gera neinar breytingar á keppnisdagatalinu fyrr en eftir árið 2024.FIFA hefur lagt til að nýja útgáfan af heimsmeistarakeppni félagsliða fari fram í júní 2021.Síðustu ár hefur keppnin farið fram í desember og þar hafa tekið þátt sjö félög frá sex álfusamböndum.FIFA hefur nú endurhannað heimsmeistarakeppni félagsliða þannig að hún innihaldi 24 félög, þar af átta frá Evrópu, og fari fram frá júní fram í júlí en ekki í jólamánuðinum.Stjórnarmenn í samtökum evrópskra knattspyrnufélaga eða ECA hafa nú sent FIFA formlegt bréf þar sem lýst er yfir áhyggjum með með fyrrnefnd plön.„Við erum alveg á móti hugsanlegu samkomulagi um nýja útgáfu af heimsmeistarakeppni félagsliða og ekkert ECA félag myndi taka þátt í slíkri keppni,“ sagði Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United, sem er líka í stjórn samtaka evrópskra knattspyrnufélaga.Bréfið var stílað á Aleksander Ceferin, forseta UEFA, og er honum ætlað að gera grein fyrir því á stjórnarfundi FIFA sem stendur nú yfir í Miami í Bandaríkjunum.Nýja FIFA keppnin á að fara fram 17. júní til 4. júlí sumarið 2021 og það yrði mjög mikið að gera í fótboltanum þetta sumar því leikir í undankeppni HM 2022 eiga að fara fram 31. maí til 8. júní. Af þeim sökum yrðu síðan Afríkukeppni landsliða og Gullbikar Norður- og Mið-Ameríku að fara fram frá 5. til 31. júlí.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.