Innlent

Starfsemi Fossvogsskóla flutt í Laugardal

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Leit hefur staðið yfir að húsnæði undir starfsemi Fossvogsskóla síðan mygla fannst í skólanum.
Leit hefur staðið yfir að húsnæði undir starfsemi Fossvogsskóla síðan mygla fannst í skólanum. Vísir/vilhelm

Starf Fossvogsskóla, sem hefur verið lokað fram á næsta skólaár vegna myglu í húsnæði skólans, mun fara fram í Laugardal fram að sumarleyfi.  

Foreldrum nemenda í skólans, grunnskóla sem þjónustar nemendur frá fyrsta upp í sjöunda bekk, barst í dag póstur frá Aðalbjörgu Ingadóttur, skólastjóra skólans, þar sem þetta kemur fram.

Kennsla annars og þriðja bekkjar mun fara fram í húsnæði Þróttar og Ármanns á meðan skólastarf fjórða til sjöunda bekkjar mun fara fram í húsnæði KSÍ á Laugardalsvelli.

Fyrsta bekk verður svo kennt áfram í Fossvogi, nánar tiltekið Útlandi, sem er skólastofnun á lóð Fossvogsskóla.

Nemendur koma til með að ferðast úr Fossvoginum í Laugardalinn með rútum sem sækja þá við Víkingsheimilið. Foreldrum verða veittar frekari upplýsingar á foreldrafundi eftir helgi. Þar verður farið yfir fyrirkomulag skólastarfsins og aksturs í og úr Laugardalnum.


Tengdar fréttir

Rýma skóla að hluta til

Fundur með foreldrum, fulltrúum skólayfirvalda og borgarinnar fór fram í skólanum í gær.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.