Innlent

Rýma skóla að hluta til

Baldur Guðmundsson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa
Frá fundinum í Fossvogsskóla í gær.
Frá fundinum í Fossvogsskóla í gær. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari
Vegna myglu og rakaskemmda verður Fossvogsskóli rýmdur að hluta 18. mars. Þá hefjast framkvæmdir vegna skemmdanna. Þetta staðfestir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur. Fundur með foreldrum, fulltrúum skólayfirvalda og borgarinnar fór fram í skólanum í gær. Nokkur ólga var á fundinum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.Helgi segir niðurstöður úttektar Verkís sýna þörf á úrbótum. „Meðan þær standa yfir þá er eðlilega best að börnin verði ekki í skólanum,“ segir hann um þá hluta skólans sem þarf að gera úrbætur á. „Við vorum bara að fá niðurstöðurnar og erum að vinna með umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar að skipuleggja þetta.“Helgi segir ekki liggja fyrir hversu stórum hluta skólans verði lokað. Af orðum hans má skilja að það geti verið helmingur bekkjanna. Verið sé að skoða húsnæði í nágrenninu, til dæmis Víkina og Bústaðakirkju.„Ljóst er að þessar aðgerðir fela í sér mikla röskun á hefðbundnu skólastarfi næstu vikurnar og verður næsta vika notuð til að skipuleggja skólastarfið miðað við þessar aðstæður. Fyrirhugað er að breytt skipulag á skólastarfi hefjist mánudaginn 18. mars og verða foreldrar upplýstir um nánara skipulag í næstu viku,“ sagði í bréfi sem Aðalbjörg Ingadóttir skólastjóri sendi foreldrum í gær en nemendur verða upplýstir um stöðuna í dag.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.