Fótbolti

Viðar á leið til Hammarby

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Viðar Örn hefur fengið fá tækifæri í Rostov.
Viðar Örn hefur fengið fá tækifæri í Rostov. vísir/afp

Framherjinn Viðar Örn Kjartansson er á leið í læknisskoðun hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Hammarby. Sænska blaðið Expressen greinir frá þessu.

Viðar er á mála hjá Rostov í Rússlandi en hann hefur fengið mörg tilboð frá öðrum liðum síðustu vikur. Samkvæmt frétt Expressen börðust Djurgården og Hammarby um framherjann en Hammarby bauð betur.

Rostov mun lána Selfyssinginn til Svíþjóðar fram á sumar en þá verður tekin ákvörðun um framhaldið.

Viðar hefur áður leikið í Svíþjóð en hann skoraði 17 mörk í 26 leikjum með Malmö árið 2016.

Sænska deildin hefst í byrjun apríl. Hammarby varð í fjórða sæti deildarinnar á síðasta tímabili.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.