Birkir Már: Þurfum að gera það sem okkur er sagt Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 19. mars 2019 09:00 Birkir Már Sævarsson segir að leikmenn íslenska landsliðsins séu hungraðir og að þeir ætli sér að komast inn á sitt þriðja stórmót í röð. Ísland hóf í gær sinn undirbúning fyrir fyrsta leik sinn í undankeppni EM 2020 en strákarnir okkar mæta Andorra á föstudag. Eftir það bíður erfiður leikur gegn heimsmeisturum Frakklands í París á mánudagskvöld. „Það er gaman að fá keppnisleik aftur. Það hafa verið nokkrir mánuðir síðan,“ sagði Birkir við Vísi eftir æfingu íslenska landsliðsins í Peralada á Spáni í gær. Birkir leikur með Val í Pepsi Max-deildinni og hefur því ekki spilað marga keppnisleiki í vetur. „Það er líka gaman að byrja nýja keppni. Við sjáum EM í hyllingum,“ bætti hann við.Birkir á HM í Rússlandi síðasta sumar.Vísir/GettyMunum sýna aftur rétt hugarfar Birkir segir að leikir Íslands í Þjóðadeildinni í haust hafi verið erfiðir. Ekki aðeins hafi andstæðingar Íslands verið sterkir. „Það voru mikið af meiðslum en nú erum við komnir allir saman. Það er mikill vilji og hungur í að fara á annað stórmót,“ sagði bakvörðurinn öflugi. Hann segir að það sem hafi einkennt lið Íslands síðustu ár, samheldni og barátta, sé enn til staðar. Hugarfarið sé enn gott. „Þó svo að það hafi ekki endilega sést í síðustu leikjum þá munum við sýna það í þeim leikjum sem við eigum fram undan,“ sagði hann.Birkir Már í leik með Val.Vísir/BáraHausinn í lagi Birkir segir að það sé erfitt að spila gegn liði eins og landsliði Andorra. Hann þekkir það vel eftir að Valur mætti Santa Coloma, besta félagsliði Andorra, í Evrópuleik síðastliðið sumar. „Ég býst við svipuðu dæmi. Þeir munu liggja til baka, taka sér langan tíma í allt og reyna að komast í hausinn hjá okkur. Við þurfum að vera einbeittir og hugsa um okkur sjálfa. Við þurfum að vera með hausinn rétt skrúfaðan á.“ Erik Hamren tók við þjálfun íslenska landsliðsins eftir að Heimir Hallgrímsson hætti með það síðastliðið sumar. Birkir segir að hann hafi nú fengið nægan tíma til að koma sínu áleiðis til leikmanna. „Við höfum fengið þokkalegan tíma með honum og hann er búinn að koma sínu til skila. Nú er að fara með það inn á völlinn og gera það sem okkur er sagt.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00 Arnór Sig: Verðum að vera klárir í alvöru slag Arnór Sigurðsson er yngsti leikmaður íslenska landsliðsins en gæti fengið stórt hlutverk í leikjunum sem eru fram undan. 19. mars 2019 08:00 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Sjá meira
Birkir Már Sævarsson segir að leikmenn íslenska landsliðsins séu hungraðir og að þeir ætli sér að komast inn á sitt þriðja stórmót í röð. Ísland hóf í gær sinn undirbúning fyrir fyrsta leik sinn í undankeppni EM 2020 en strákarnir okkar mæta Andorra á föstudag. Eftir það bíður erfiður leikur gegn heimsmeisturum Frakklands í París á mánudagskvöld. „Það er gaman að fá keppnisleik aftur. Það hafa verið nokkrir mánuðir síðan,“ sagði Birkir við Vísi eftir æfingu íslenska landsliðsins í Peralada á Spáni í gær. Birkir leikur með Val í Pepsi Max-deildinni og hefur því ekki spilað marga keppnisleiki í vetur. „Það er líka gaman að byrja nýja keppni. Við sjáum EM í hyllingum,“ bætti hann við.Birkir á HM í Rússlandi síðasta sumar.Vísir/GettyMunum sýna aftur rétt hugarfar Birkir segir að leikir Íslands í Þjóðadeildinni í haust hafi verið erfiðir. Ekki aðeins hafi andstæðingar Íslands verið sterkir. „Það voru mikið af meiðslum en nú erum við komnir allir saman. Það er mikill vilji og hungur í að fara á annað stórmót,“ sagði bakvörðurinn öflugi. Hann segir að það sem hafi einkennt lið Íslands síðustu ár, samheldni og barátta, sé enn til staðar. Hugarfarið sé enn gott. „Þó svo að það hafi ekki endilega sést í síðustu leikjum þá munum við sýna það í þeim leikjum sem við eigum fram undan,“ sagði hann.Birkir Már í leik með Val.Vísir/BáraHausinn í lagi Birkir segir að það sé erfitt að spila gegn liði eins og landsliði Andorra. Hann þekkir það vel eftir að Valur mætti Santa Coloma, besta félagsliði Andorra, í Evrópuleik síðastliðið sumar. „Ég býst við svipuðu dæmi. Þeir munu liggja til baka, taka sér langan tíma í allt og reyna að komast í hausinn hjá okkur. Við þurfum að vera einbeittir og hugsa um okkur sjálfa. Við þurfum að vera með hausinn rétt skrúfaðan á.“ Erik Hamren tók við þjálfun íslenska landsliðsins eftir að Heimir Hallgrímsson hætti með það síðastliðið sumar. Birkir segir að hann hafi nú fengið nægan tíma til að koma sínu áleiðis til leikmanna. „Við höfum fengið þokkalegan tíma með honum og hann er búinn að koma sínu til skila. Nú er að fara með það inn á völlinn og gera það sem okkur er sagt.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00 Arnór Sig: Verðum að vera klárir í alvöru slag Arnór Sigurðsson er yngsti leikmaður íslenska landsliðsins en gæti fengið stórt hlutverk í leikjunum sem eru fram undan. 19. mars 2019 08:00 Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Sjá meira
Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00
Arnór Sig: Verðum að vera klárir í alvöru slag Arnór Sigurðsson er yngsti leikmaður íslenska landsliðsins en gæti fengið stórt hlutverk í leikjunum sem eru fram undan. 19. mars 2019 08:00