Arnór Sig: Verðum að vera klárir í alvöru slag Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 19. mars 2019 08:00 Hinn nítján ára Arnór Sigurðsson gæti fengið stórt hlutverk í leikjum Íslands sem eru fram undan í undankeppni EM 2020. Arnór er eini leikmaðurinn í leikmannahópnum sem er undir tvítugu. Albert Guðmundsson, sóknarmaður AZ, er 21 árs en annars eru allir í íslenska landsliðinu 24 ára eða eldri. „Þetta leggst mjög vel í mig. Það eru allir þvílíkt spenntir og gíraðir. Þetta verða tveir ólíkir leikir en það eru allir mjög spenntir að byrja,“ sagði Arnór og engu líkara en að hann hafi verið í landsliðinu til fjölda ára. „Við vitum hversu mikilvægir þessir fyrstu leikirnir í riðlinum eru. Við þurfum að vera 100 prósent klárir í alvöru slag,“ bætti hann við. Fyrsti leikurinn í riðlinum verður útileikurinn gegn Andorra á föstudag. Eitt helsta umræðuefnið fyrir þann leik er gervigrasvöllurinn þar sem leikurinn fer fram, en völlurinn þykir í slæmu ástandi. „Við þurfum að fara inn í þennan leik eins og að þetta sé úrslitaleikur fyrir okkur. Við vitum af gervigrasinu en þetta eru líka baráttumenn og við þurfum að vera þolinmóðir. En við ætlum okkur að klára þennan leik.“ Arnór er í stóru hlutverki hjá rússneska stórliðinu CSKA Moskvu. Hann hefur spilað flesta leiki tímabilsins og oftast verið byrjunarliðsmaður, þó svo að hann hafi komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum liðsins. „Þetta hefur farið mjög vel af stað [eftir vetrarfríið]. Við tókum tvo mánuði í undirbúningstímabil á Spáni í vetur og nú er þetta byrjað aftur. Við erum í öðru sæti í deildinni og erum að berjast um titilinn. Mér líður mjög vel í Rússlandi, þetta er stór og flottur klúbbur.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00 Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Sjá meira
Hinn nítján ára Arnór Sigurðsson gæti fengið stórt hlutverk í leikjum Íslands sem eru fram undan í undankeppni EM 2020. Arnór er eini leikmaðurinn í leikmannahópnum sem er undir tvítugu. Albert Guðmundsson, sóknarmaður AZ, er 21 árs en annars eru allir í íslenska landsliðinu 24 ára eða eldri. „Þetta leggst mjög vel í mig. Það eru allir þvílíkt spenntir og gíraðir. Þetta verða tveir ólíkir leikir en það eru allir mjög spenntir að byrja,“ sagði Arnór og engu líkara en að hann hafi verið í landsliðinu til fjölda ára. „Við vitum hversu mikilvægir þessir fyrstu leikirnir í riðlinum eru. Við þurfum að vera 100 prósent klárir í alvöru slag,“ bætti hann við. Fyrsti leikurinn í riðlinum verður útileikurinn gegn Andorra á föstudag. Eitt helsta umræðuefnið fyrir þann leik er gervigrasvöllurinn þar sem leikurinn fer fram, en völlurinn þykir í slæmu ástandi. „Við þurfum að fara inn í þennan leik eins og að þetta sé úrslitaleikur fyrir okkur. Við vitum af gervigrasinu en þetta eru líka baráttumenn og við þurfum að vera þolinmóðir. En við ætlum okkur að klára þennan leik.“ Arnór er í stóru hlutverki hjá rússneska stórliðinu CSKA Moskvu. Hann hefur spilað flesta leiki tímabilsins og oftast verið byrjunarliðsmaður, þó svo að hann hafi komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum liðsins. „Þetta hefur farið mjög vel af stað [eftir vetrarfríið]. Við tókum tvo mánuði í undirbúningstímabil á Spáni í vetur og nú er þetta byrjað aftur. Við erum í öðru sæti í deildinni og erum að berjast um titilinn. Mér líður mjög vel í Rússlandi, þetta er stór og flottur klúbbur.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00 Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Sjá meira
Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00