Hneykslaði þingmenn með ræðu um tjaldbúðir mótmælenda og „almenningsnáðhús“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. mars 2019 16:22 Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins. Vísir/vilhelm Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hneykslaði þingmenn í sal Alþingis í dag með ræðu sinni um mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. Í ræðunni gagnrýndi Ólafur borgaryfirvöld fyrir að hafa gefið leyfi fyrir „tjaldbúð“ mótmælenda og lýsti yfir áhyggjum af því að þjóðkirkjan skyldi hafa breytt Dómirkjunni í „almenningsnáðhús“. Ólafur viðraði áðurnefndar áhyggjur sínar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi síðdegis í dag. Þar innti hann Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra eftir því til hvaða ráðstafana hún hygðist grípa eftir að í ljós kom að útgjöld vegna hælisleitenda færu allt að tvo milljarða króna fram úr fjárlögum. Ráðherra svaraði því til að hún hefði kallað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnum um hvað væri hægt að gera til að bregðast við stöðunni, og leggja í kjölfarið fram tillögur.Dómkirkjunni breytt í „almenningsnáðhús“ Ólafur kom þá aftur upp í pontu og lýsti því yfir að það væri mikilvægt að héðan væru ekki send skilaboð sem væru til þess fallin að hvetja fólk, sem ekki fullnægir skilyrðum til slíks, til að leita hælis hér á landi.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/vilhelmÞá gagnrýndi hann að lokum bæði borgaryfirvöld og ráðamenn þjóðkirkjunnar vegna aðkomu þeirra að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli undanfarnar vikur. „Ég kannski leyfi mér að varpa fram þeirri spurningu hvort ráðherra deili með mér áhyggjum af því að borgaryfirvöld skuli hafa staðið fyrir því að leyfa þessa tjaldbúð hér og æðstu menn þjóðkirkjunnar skuli hafa staðið fyrir því að breyta dómkirkju landsins í einhvers konar almenningsnáðhús, leyfi ég mér að segja,“ sagði Ólafur. Þegar þar var komið sögu mátti heyra þingmenn fussa og sveia úr sal. Einhverjir höfðu uppi smávægileg frammíköll og lýstu yfir óánægju sinni með spurningar Ólafs.Stjórnarskrárvarinn réttur að mótmæla á Austurvelli Ráðherra sagði í svari sínu að það væri rétt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir uppsetningu tjaldanna, þó þannig að þeim hafi borið að taka þau niður klukkan átta í gærkvöldi sem hafi ekki verið gert. Nú hafi tjöldin hins vegar verið tekin niður. Þá benti hún að lokum á að allir hefðu rétt á að mótmæla á Austurvelli. „En svona í stóra samhengi þess að fólk sé að mótmæla á Austurvelli, að þá er það auðvitað stjórnarskrárvarinn réttur manna að mótmæla á Austurvelli. Þetta segi ég þegar við síðan erum með ákveðnar reglur og það ber öllum að fylgja þeim reglum,“ sagði ráðherra. Alþingi Hælisleitendur Reykjavík Reykjavík síðdegis Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Mótmælendur komnir á Hlemm Mótmæla handtöku þriggja mótmælenda. 19. mars 2019 15:44 Nasistar jafnt sem umhverfissinnar eignað sér Jón Sigurðsson Nokkuð hefur borið á gagnrýni í garð mótmælenda sem settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli í gær. 19. mars 2019 13:00 Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ólafur Ísleifsson þingmaður Miðflokksins hneykslaði þingmenn í sal Alþingis í dag með ræðu sinni um mótmæli hælisleitenda á Austurvelli. Í ræðunni gagnrýndi Ólafur borgaryfirvöld fyrir að hafa gefið leyfi fyrir „tjaldbúð“ mótmælenda og lýsti yfir áhyggjum af því að þjóðkirkjan skyldi hafa breytt Dómirkjunni í „almenningsnáðhús“. Ólafur viðraði áðurnefndar áhyggjur sínar í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi síðdegis í dag. Þar innti hann Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra eftir því til hvaða ráðstafana hún hygðist grípa eftir að í ljós kom að útgjöld vegna hælisleitenda færu allt að tvo milljarða króna fram úr fjárlögum. Ráðherra svaraði því til að hún hefði kallað eftir upplýsingum frá Útlendingastofnum um hvað væri hægt að gera til að bregðast við stöðunni, og leggja í kjölfarið fram tillögur.Dómkirkjunni breytt í „almenningsnáðhús“ Ólafur kom þá aftur upp í pontu og lýsti því yfir að það væri mikilvægt að héðan væru ekki send skilaboð sem væru til þess fallin að hvetja fólk, sem ekki fullnægir skilyrðum til slíks, til að leita hælis hér á landi.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/vilhelmÞá gagnrýndi hann að lokum bæði borgaryfirvöld og ráðamenn þjóðkirkjunnar vegna aðkomu þeirra að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli undanfarnar vikur. „Ég kannski leyfi mér að varpa fram þeirri spurningu hvort ráðherra deili með mér áhyggjum af því að borgaryfirvöld skuli hafa staðið fyrir því að leyfa þessa tjaldbúð hér og æðstu menn þjóðkirkjunnar skuli hafa staðið fyrir því að breyta dómkirkju landsins í einhvers konar almenningsnáðhús, leyfi ég mér að segja,“ sagði Ólafur. Þegar þar var komið sögu mátti heyra þingmenn fussa og sveia úr sal. Einhverjir höfðu uppi smávægileg frammíköll og lýstu yfir óánægju sinni með spurningar Ólafs.Stjórnarskrárvarinn réttur að mótmæla á Austurvelli Ráðherra sagði í svari sínu að það væri rétt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir uppsetningu tjaldanna, þó þannig að þeim hafi borið að taka þau niður klukkan átta í gærkvöldi sem hafi ekki verið gert. Nú hafi tjöldin hins vegar verið tekin niður. Þá benti hún að lokum á að allir hefðu rétt á að mótmæla á Austurvelli. „En svona í stóra samhengi þess að fólk sé að mótmæla á Austurvelli, að þá er það auðvitað stjórnarskrárvarinn réttur manna að mótmæla á Austurvelli. Þetta segi ég þegar við síðan erum með ákveðnar reglur og það ber öllum að fylgja þeim reglum,“ sagði ráðherra.
Alþingi Hælisleitendur Reykjavík Reykjavík síðdegis Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Mótmælendur komnir á Hlemm Mótmæla handtöku þriggja mótmælenda. 19. mars 2019 15:44 Nasistar jafnt sem umhverfissinnar eignað sér Jón Sigurðsson Nokkuð hefur borið á gagnrýni í garð mótmælenda sem settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli í gær. 19. mars 2019 13:00 Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Nasistar jafnt sem umhverfissinnar eignað sér Jón Sigurðsson Nokkuð hefur borið á gagnrýni í garð mótmælenda sem settu skilti á styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli í gær. 19. mars 2019 13:00
Þrír mótmælendur handteknir við Alþingishúsið Meðlimir No Border hindruðu aðgengi þingmanna og starfsfólks að þinghúsinu. 19. mars 2019 14:31
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels