Innlent

Kolmunnaveiðar fyrr vegna loðnubrests

Sighvatur Jónsson skrifar
Frá makrílveiðum um borð í Hugin VE 55.
Frá makrílveiðum um borð í Hugin VE 55. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR PÉTUR
Uppsjávarskipið Huginn VE er á heimleið til Vestmannaeyja með fullfermi af kolmunna sem veiddist á miðunum suðvestur af Írlandi.Guðmundur Huginn Guðmundsson skipstjóri segir að íslenski flotinn hafi verið við kolmunnaveiðar á þessum slóðum í um mánuð, nokkru fyrr en áður þar sem engin loðnuveiði hefur verið við Ísland. Í samtali við fréttastofu segir hann að um 2.100 tonn af kolmunna séu í lestum skipsins.Guðmundur Huginn segir að venjulega hafi íslensku skipin haldið til kolmunnaveiða í færeysku lögsögunni um miðjan apríl. Þar sem ósamið sé við Færeyinga viti menn ekkert hvort Íslendingar fái að veiða þar í ár.„Ég er ekkert viss um að þeir semji við okkur núna því þeir fá enga loðnu á Íslandi. Í fyrra sömdu þeir við okkur til að komast í loðnuna meðal annars,“ segir Guðmundur Huginn.Huginn VE er væntanlegur til Eyja annað kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.