Man.Utd í einkar erfiðri stöðu Hjörvar Ólafsson skrifar 6. mars 2019 13:00 Þetta verður erfitt í kvöld. Getty/Jordan Mansfield Manchester United á afar erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar liðið heldur á Parc des Princes og heimsækir PSG í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla. PSG fór með 2-0 sigur af hólmi í fyrri leik liðanna á Old Trafford en þar voru það Presnel Kimpembe og Kylian Mbappé sem tryggðu franska liðinu einkar góða stöðu fyrir seinni viðureignina. Til þess að bæta gráu ofan á svart fékk Paul Pogba sína aðra áminningu seint í leiknum fyrir óagað brot og var þar af leiðandi vísað af velli með rauðu spjaldi. Pogba hefur verið einn af prímusmóturunum í því að Ole Gunnar Solskjær hefur náð að snúa gengi Manchester United til betri vegar eftir að hann tók við stjórnartaumunum hjá liðinu. Fjarvera Pogba dregur tennurnar verulega úr miðjuspili og sóknarleik Manchester United. Þar að auki ferðaðist Manchester United til Parísar án níu leikmanna en Alexis Sánchez sem hefur reyndar heillað fáa með spilamennsku sinni í vetur er nýjasti meðlimurinn á meiðslalista Manchester United. Auk hans eru það Anthony Martial, Jesse Lingard, Juan Mata, Ander Herrera, Nemanja Matic, Matteo Darmian, Phil Jones og Antonio Valencia. Martial er nálægt því að vera leikfær og líklegt þykir að ef staðan væri betri hjá Manchester United þá hefði Solskjær freistast til þess að tefla franska landsliðsframherjanum fram í þessum leik. Handan við hornið hjá Manchester United er leikur gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en liðin berjast hatrammlega um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Manchester United situr í fjórða sætinu, sem tryggir farseðil í Meistaradeildina, með 58 stig fyrir þann leik en Arsenal er sæti neðar með einu stigi minna. Þó svo að Manchester United reyni auðvitað sitt ýtrasta til þess að snúa taflinu við í París í kvöld þá verður Ole Gunnar líklega með leikinn gegn Arsenal á sunnudaginn kemur bak við eyrað og mun ekki taka áhættuna ef leikmenn kenna sér einhvers meins í leiknum. Norðmaðurinn má eiginlega ekki við því að missa fleiri leikmenn í meiðsli. Það er hins vegar ávallt þannig að þegar út í leik er komið þar sem sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar er í húfi þá gefa menn allt sem þeir eiga í leikinn. Hinn leikur kvöldsins er svo viðureign Porto og Roma í Portúgal. Rómverjar lögðu Porto að velli 2-1 í fyrri leiknum. Þar skoraði hinn ungi Nicoló Zaniolo bæði mörk Roma en Adrián López minnkaði muninn fyrir Porto og sá til þess að portúgalska liðið á mun betri möguleika á að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. Mikil pressa er á Eusebio Di Francesco, þjálfara Roma, fyrir leikinn en fjölmiðlar á Ítalíu gera því skóna að falli lið hans úr leik muni hann fá reisupassann í kjölfarið. Roma situr í fimmta sæti ítölsku efstu deildarinnar og tapaði illa, 3-0, í nágrannaslag gegn Lazio um síðustu helgi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sjá meira
Manchester United á afar erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar liðið heldur á Parc des Princes og heimsækir PSG í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla. PSG fór með 2-0 sigur af hólmi í fyrri leik liðanna á Old Trafford en þar voru það Presnel Kimpembe og Kylian Mbappé sem tryggðu franska liðinu einkar góða stöðu fyrir seinni viðureignina. Til þess að bæta gráu ofan á svart fékk Paul Pogba sína aðra áminningu seint í leiknum fyrir óagað brot og var þar af leiðandi vísað af velli með rauðu spjaldi. Pogba hefur verið einn af prímusmóturunum í því að Ole Gunnar Solskjær hefur náð að snúa gengi Manchester United til betri vegar eftir að hann tók við stjórnartaumunum hjá liðinu. Fjarvera Pogba dregur tennurnar verulega úr miðjuspili og sóknarleik Manchester United. Þar að auki ferðaðist Manchester United til Parísar án níu leikmanna en Alexis Sánchez sem hefur reyndar heillað fáa með spilamennsku sinni í vetur er nýjasti meðlimurinn á meiðslalista Manchester United. Auk hans eru það Anthony Martial, Jesse Lingard, Juan Mata, Ander Herrera, Nemanja Matic, Matteo Darmian, Phil Jones og Antonio Valencia. Martial er nálægt því að vera leikfær og líklegt þykir að ef staðan væri betri hjá Manchester United þá hefði Solskjær freistast til þess að tefla franska landsliðsframherjanum fram í þessum leik. Handan við hornið hjá Manchester United er leikur gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en liðin berjast hatrammlega um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Manchester United situr í fjórða sætinu, sem tryggir farseðil í Meistaradeildina, með 58 stig fyrir þann leik en Arsenal er sæti neðar með einu stigi minna. Þó svo að Manchester United reyni auðvitað sitt ýtrasta til þess að snúa taflinu við í París í kvöld þá verður Ole Gunnar líklega með leikinn gegn Arsenal á sunnudaginn kemur bak við eyrað og mun ekki taka áhættuna ef leikmenn kenna sér einhvers meins í leiknum. Norðmaðurinn má eiginlega ekki við því að missa fleiri leikmenn í meiðsli. Það er hins vegar ávallt þannig að þegar út í leik er komið þar sem sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar er í húfi þá gefa menn allt sem þeir eiga í leikinn. Hinn leikur kvöldsins er svo viðureign Porto og Roma í Portúgal. Rómverjar lögðu Porto að velli 2-1 í fyrri leiknum. Þar skoraði hinn ungi Nicoló Zaniolo bæði mörk Roma en Adrián López minnkaði muninn fyrir Porto og sá til þess að portúgalska liðið á mun betri möguleika á að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. Mikil pressa er á Eusebio Di Francesco, þjálfara Roma, fyrir leikinn en fjölmiðlar á Ítalíu gera því skóna að falli lið hans úr leik muni hann fá reisupassann í kjölfarið. Roma situr í fimmta sæti ítölsku efstu deildarinnar og tapaði illa, 3-0, í nágrannaslag gegn Lazio um síðustu helgi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sjá meira