Enski boltinn

Verður dýrari en Van Dijk ef hann verður seldur frá Leicester

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ben Chilwell gæti fært sig um set í sumar en það mun kosta sitt.
Ben Chilwell gæti fært sig um set í sumar en það mun kosta sitt. vísir/getty
Manchester City gæti þurft að slá metið yfir kaupverð á varnarmanni ætli það sér að fá enska landsliðsbakvörðinn Ben Chilwell frá Leicester í sumar en þetta kemur fram í The Telegraph.Chilwell er sagður mjög ofarlega á innkaupalista Pep Guardiola hjá Englandsmeisturum Manchester City en Pep er orðinn langþreyttur á meiðslum Benjamins Mendy.Leicester er með Chilwell á samningi til ársins 2024 og liggur því ekkert á að selja vinstri bakvörðinn en það þýðir að City þarf að borga háar upphæðir ef það virkilega ætlar sér að fá leikmanninn.Talið er að City þurfi að borga meira en 75 milljónir punda en það borgaði Liverpool fyrir Virgil van Dijk frá Southampton. Hann varð um leið dýrasti varnarmaður sögunnar og Hollendingurinn stóri er að standa undir kaupverðinu þessa dagana.Leicester-menn eru harðir í horn að taka við samningaborðið eins og City hefur áður komist að en það seldi Riyad Mahrez fyrir 60 milljónir punda til City eftir að halda fast í hann þegar að Pep kom fyrst á eftir honum.Þá stóð Leicester sem fastast á sínu síðasta sumar þegar að Manchester United var á eftir Harry Maguire. Leicester vildi þá fá 80 milljónir punda fyrir miðvörðinn sem hafði slegið í gegn á HM með enska landsliðinu.Manchester City þekkir það ágætlega að borga vel fyrir bakverði en það er með tvo dýrustu bakverði sögunnar innan sinna raða; Kyle Walker sem skoraði 54 milljónir punda frá Tottenham og Benjamin Mendy sem kostaði 52 milljónir punda frá Monaco.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.