Enski boltinn

Stjarnan með mikilvægan sigur á KR

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Danielle Rodriguez var frábær í kvöld
Danielle Rodriguez var frábær í kvöld vísir/daníel
Stjarnan vann mjög stóran sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Domino's deild kvenna í kvöld á meðan Snæfell missti af stigum.

Stjarnan mætti KR í Garðabænum en KR-ingar hafa heldur betur gefið eftir í toppbaráttunni og gætu átt á hættu að detta út úr úrslitakeppninni.

Stjörnukonur unnu leikinn sannfærandi 80-58 þar sem KR skoraði aðeins átta stig í síðasta fjórðungnum.

Danielle Rodriguez átti enn og aftur stórleik í liði Stjörnunnar með 36 stig og 19 stoðsendingar, en náði ekki þrennunni því hún var aðeins með sex stoðsendingar.

Snæfell missti Stjörnuna upp fyrir sig og datt þar með úr úrslitakeppnissæti með tveggja stiga tapi fyrir Keflavík suður með sjó.

Leikurinn var hörkuspennandi allt frá upphafi til enda, Snæfell leiddi 41-42 í hálfleik. Munurinn varð aldrei meiri en fimm stig í seinni hálfleik og endaði með 79-77 sigri Keflavíkur.

Þegar fimm umferðir eru eftir af deildinni er Valur því á toppnum með 34 stig líkt og Keflavík. KR er í þriðja sæti með 30 stig, Stjarnan sigur í því fjórða með 28 og Snæfell í fimmta sæti með 26.

Það er því hörkukeppni framundan um sætin fjögur í úrlsitakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×