Enski boltinn

Lukaku um Solskjær: Hann vill vera áfram og við viljum hafa hann áfram

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Romelu Lukaku faðmar Ole Gunnar Solskjær eftir sigurinn í gær.
Romelu Lukaku faðmar Ole Gunnar Solskjær eftir sigurinn í gær. vísir/getty
Romelu Lukaku, framherji Manchester United, átti hvað stærstan þátt í því að liðið komst áfram í átta liða úrslit Meistadeildarinnar í fótbolta í gærkvöldi þegar að United vann 3-1 sigur á PSG í París.

Belginn stóri og stæðilegi skoraði tvö af þremur mörkum United í leiknum sem tapaði fyrri leiknum, 2-0, en komst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Lukaku er heldur betur búinn að draga vagninn fyrir United í síðustu leikjum en eftir að verma tréverkið í nokkra leiki á meðan að Marcus Rashford lék listir sínar er Belginn nú aðalmaðurinn í sóknarleiknum.

Hann er búinn að skora tvö mörk í leik í síðustu þremur leikjum og því í heildina sex mörk í þremur leikjum sem allir hafa unnist. Þegar að margir héldu að dagar hans væru mögulega taldir á Old Traffor varð Lukaku hetjan og á hann Ole Gunnar Solskjær margt að þakka.

„Ég veit að hann verður áfram. Það er engin spurning um það,“ sagði kampakátur Lukaku við sænsku sjónvarpstöðina Viasport eftir sigurinn magnaða á Prinsavöllum í gærkvöldi.

Þrátt fyrir að hafa verið bekkjaður af Solskjær til að byrja með er hann mjög hrifinn af þjálfaraaðferðum Norðmannsins og vill ekki missa hann frá Old Trafford.

„Hann vill vera áfram og leikmennirnir vilja halda honum. Við erum að spila vel og erum að spila eins og Manchester United,“ segir Lukaku.

„Ole er ungur þjálfari. Hann er með unga leikmenn í liðinu þannig að þetta er fullkomin blanda fyrir okkur til að þróast og vonandi vinna titla í framtíðinni,“ segir Romelu Lukaku.


Tengdar fréttir

Solskjær: Þetta er Manchester United

Ole Gunnar Solskjær var skiljanlega í skýjunum með ótrúlegan sigur Manchester United á Paris Saint-German í Meistaradeild Evrópu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×