Enski boltinn

Bakverðir Liverpool liðsins í stoðsendingakeppni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrew Robertson og Trent Alexander-Arnold fagna saman en með þeim á myndinni er markvörðurinn Alisson Becker.
Andrew Robertson og Trent Alexander-Arnold fagna saman en með þeim á myndinni er markvörðurinn Alisson Becker. Getty/Robbie Jay Barratt
Andrew Robertson og Trent Alexander-Arnold, bakverðir Liverpool, eru tveir af sókndjörfustu bakvörðum ensku úrvalsdeildarinnar og þeir hafa báðir lagt upp ófá mörkin á þessu tímabili.

Sóknarleikur Liverpool fer mikið í gegnum þá tvo þar sem þeir vinna stanslaust fram og til baka á sínum væng, Robertson vinstra megin og Alexander-Arnold hægra megin.

Fésbókarsíða Liverpool FC ákvað að skella saman myndbandi með mörkum sem þeir Andrew Robertson og Trent Alexander-Arnold hafa lagt upp á þessu tímabili.

Myndbandið er sett upp eins og stoðsendingakeppni á milli þeirra en saman hafa þeir gefið sextán stoðsendingar á tímabilinu þar af fjórtán þeirra í ensku úrvalsdeildinni.



Þetta eru líka báðir framtíðarmenn hjá Liverpool því Andrew Robertson er 24 ára gamall og Trent Alexander-Arnold er aðeins tvítugur. Robertson er þegar orðinn fyrirliði skoska landsliðsins og Alexander-Arnold er komast í stærra hlutverk hjá enska landsliðinu.

Andrew Robertson er með fjögurra stoðsendinga forystu eins og staðan er núna en Trent Alexander-Arnold er kominn til baka eftir meiðsli og náði stoðsendingaþrennu á dögunum.

Flestar stoðsendingar hjá Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í vetur:

1. Andrew Robertson 8

2. Mohamed Salah 7

3. Trent Alexander-Arnold 6

4. Roberto Firmino 4

4. James Milner 4

Flestar stoðsendingar hjá varnarmönnum í ensku úrvalsdeildinni í vetur:

1. Andrew Robertson, Liverpool 8

2. Trent Alexander-Arnold, Liverpool 6

2. José Holebas, Watford 6

4. Héctor Bellerín, Arsenal 5

4. Sead Kolasinac, Arsenal 5

4. Benjamin Mendy, Manchester City 5

7. César Azpilicueta, Chelsea 4

7. Ricardo Pereira, Leicester 4

7. Matt Doherty, Wolves 4




Fleiri fréttir

Sjá meira


×