Stuðningsmaður Manchester United liggur illa haldinn á sjúkrahúsi eftir að hafa verið stunginn af leigubílsstjóra í Parísarborg.
Stuðningsmaðurinn var ásamt þremur öðrum í leigubíl á leiðinni af vellinum eftir ótrúlegan 3-1 sigur Manchester United á PSG.
Leigubílsstjórinn tók illa í að hópurinn væri syngjandi stuðningsmannasöngva í bílnum og stoppaði bifreiðina. Hann sagði þeim að fara út úr bílnum, tók fram hníf og ógnaði konu í hópnum eftir því sem segir í frétt Sky Sprts.
Fórnarlambið reyndi að grípa inn í og vernda konuna en þá stakk leigubílsstjórinn hann í bringuna.
Félagar hans komu manninum á sjúkrahús með aðstoð annara vegfaranda og fór hann strax í bráðaaðgerð.
Í hádeginu í dag var maður handtekinn í tengslum við málið en vopnið hefur ekki verið fundið.
Stuðningsmaður United berst fyrir lífi sínu eftir árás leigubílsstjóra
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið




Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak?
Enski boltinn




Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool
Enski boltinn

