Innlent

Telja Jón Þröst hafa farið með leigubíl eftir hvarfið

Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa
Írska björgunarsveitin, Dublin Civil Defence, leitaði án árangurs af Jóni Þresti Jónssyni á um kílómetra svæði kringum hótelið sem hann bjó á í Dublin í dag. Bróðir hans segir afar jákvætt að björgunarsveitin hafi leitað á svæðinu. Nú sé hægt að einbeita sér að öðrum stöðum í borginni en ábendingar hafa borist um að Jón hafi farið uppí leigubíl daginn sem hann hvarf.  

Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar, segir það vera að einhverju leyti jákvætt að ekkert hafi fundist á því svæði sem leitað var á. Það haldi voninni lifandi og nú sé hægt að útiloka það svæði sem Jón Þröstur sást síðast á.

Jafnframt segir Davíð allar líkur vera á því að Jón Þröstur hafi stigið upp í farartæki en líkt og fyrr sagði hafa borist ábendingar þess efnis að hann hafi sést stíga inn í leigubíl daginn sem hann hvarf fyrir þremur vikum síðan.

Næstu skref lögreglu eru að sannreyna þær ábendingar sem hafa borist um ferðir Jóns Þrastar dagana og vikurnar eftir hvarf hans og staðsetja hann með þeim hætti. Þangað til ætlar fjölskylda hans að vera áfram sýnileg, hengja upp plaköt og vinna að því að finna Jón Þröst.


Tengdar fréttir

Írar biðja fyrir því að Jón Þröstur finnist

Sautján dagar eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf á Írlandi. Utanríkisráðherrar Íslands og Írlands ræddu málið á fundi sínum í gær. Bróðir Jóns Þrastar gengur húsa á milli í leit að bróður sínum. Hann finnur fyrir stuðningi Íra.

Vongóð um að írska björgunarsveitin hefji leit að Jóni Þresti Jónssyni

Rúmar þrjár vikur eru síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf í Dublin. Fjölmargar ábendingar hafa borist frá almenning eftir mikla fjölmiðlaumfjöllun á Írlandi síðustu helgi að sögn bróður Jóns. Nokkrir segjast hafa séð Jón Þröst dagana eftir hvarf hans. Bróðir hans er vongóður um að írsku björgunarsveitirnar hefji leit að honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×