Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2019 07:50 Ástralska listakonan Nara Walker hefur verið í fangelsinu á Hólmsheiði síðan 20. febrúar síðastliðinn. Fréttablaðið/Anton brink Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. Nara hafnar þar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ en hún heldur því staðfastlega fram að eiginmaður sinn hafi beitt hana grófu ofbeldi. „Í dag stöndum við saman og höldum baráttunni áfram. Óháð löndum, landamærum og tungutaki deilum við samhljóm breytinga. Við fögnum þeim árangri sem náðst hefur, minnumst kvennanna sem lögðu grunninn og bjuggu til vettvang fyrir rödd okkar á þessum degi,“ segir í orðsendingu Nöru.Sjá einnig: Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag „Ég hafna þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi. Sögur okkar verða raddir okkar. Tímabært er að raddir okkar heyrist. Látum þær hljóma hærra en nokkru sinni fyrr; fyrir konur sem látið hafa lífið, fyrir konur sem enn lifa lífi sínu í skugga óttans, fyrir börn þeirra og komandi kynslóðir. Með samstöðunni lyftum við hver annarri og skilum skömminni. Stöndum saman á þessum degi og rjúfum þögnina. Engin kona ein. Ég stend með ykkur!“Báðu Guðna um að veita Nöru sakaruppgjöf Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Nöru í fimmtán mánaða skilborðsbundið fangelsifyrir að hafa bitið tungu þáverandi eiginmanns síns í sundur í íbúð í miðbænum í nóvember árið 2017. Dómurinn var þyngdur í Landsrétti en þar var Nara dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna. Ekki var fallist á að viðbrögð hennar hefðu helgast af nauðvörn en Nara heldur því staðfastlega fram að hún hafi verið að verja sig grófu ofbeldi. Nara hóf afplánun í fangelsinu á Hólmsheiði þann 20. febrúar síðastliðinn.Yfir 41 þúsund manns hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun til stuðnings Nöru. Aðstandendur hennar hafa barist fyrir því að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu og þá er jafnframt biðlað til forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, um að veita Nöru sakaruppgjöf. Ástralía Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30 Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. Nara hafnar þar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ en hún heldur því staðfastlega fram að eiginmaður sinn hafi beitt hana grófu ofbeldi. „Í dag stöndum við saman og höldum baráttunni áfram. Óháð löndum, landamærum og tungutaki deilum við samhljóm breytinga. Við fögnum þeim árangri sem náðst hefur, minnumst kvennanna sem lögðu grunninn og bjuggu til vettvang fyrir rödd okkar á þessum degi,“ segir í orðsendingu Nöru.Sjá einnig: Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag „Ég hafna þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi. Sögur okkar verða raddir okkar. Tímabært er að raddir okkar heyrist. Látum þær hljóma hærra en nokkru sinni fyrr; fyrir konur sem látið hafa lífið, fyrir konur sem enn lifa lífi sínu í skugga óttans, fyrir börn þeirra og komandi kynslóðir. Með samstöðunni lyftum við hver annarri og skilum skömminni. Stöndum saman á þessum degi og rjúfum þögnina. Engin kona ein. Ég stend með ykkur!“Báðu Guðna um að veita Nöru sakaruppgjöf Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Nöru í fimmtán mánaða skilborðsbundið fangelsifyrir að hafa bitið tungu þáverandi eiginmanns síns í sundur í íbúð í miðbænum í nóvember árið 2017. Dómurinn var þyngdur í Landsrétti en þar var Nara dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna. Ekki var fallist á að viðbrögð hennar hefðu helgast af nauðvörn en Nara heldur því staðfastlega fram að hún hafi verið að verja sig grófu ofbeldi. Nara hóf afplánun í fangelsinu á Hólmsheiði þann 20. febrúar síðastliðinn.Yfir 41 þúsund manns hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun til stuðnings Nöru. Aðstandendur hennar hafa barist fyrir því að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu og þá er jafnframt biðlað til forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, um að veita Nöru sakaruppgjöf.
Ástralía Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30 Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13
Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30
Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00