Hafnar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ í orðsendingu úr fangelsinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2019 07:50 Ástralska listakonan Nara Walker hefur verið í fangelsinu á Hólmsheiði síðan 20. febrúar síðastliðinn. Fréttablaðið/Anton brink Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. Nara hafnar þar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ en hún heldur því staðfastlega fram að eiginmaður sinn hafi beitt hana grófu ofbeldi. „Í dag stöndum við saman og höldum baráttunni áfram. Óháð löndum, landamærum og tungutaki deilum við samhljóm breytinga. Við fögnum þeim árangri sem náðst hefur, minnumst kvennanna sem lögðu grunninn og bjuggu til vettvang fyrir rödd okkar á þessum degi,“ segir í orðsendingu Nöru.Sjá einnig: Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag „Ég hafna þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi. Sögur okkar verða raddir okkar. Tímabært er að raddir okkar heyrist. Látum þær hljóma hærra en nokkru sinni fyrr; fyrir konur sem látið hafa lífið, fyrir konur sem enn lifa lífi sínu í skugga óttans, fyrir börn þeirra og komandi kynslóðir. Með samstöðunni lyftum við hver annarri og skilum skömminni. Stöndum saman á þessum degi og rjúfum þögnina. Engin kona ein. Ég stend með ykkur!“Báðu Guðna um að veita Nöru sakaruppgjöf Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Nöru í fimmtán mánaða skilborðsbundið fangelsifyrir að hafa bitið tungu þáverandi eiginmanns síns í sundur í íbúð í miðbænum í nóvember árið 2017. Dómurinn var þyngdur í Landsrétti en þar var Nara dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna. Ekki var fallist á að viðbrögð hennar hefðu helgast af nauðvörn en Nara heldur því staðfastlega fram að hún hafi verið að verja sig grófu ofbeldi. Nara hóf afplánun í fangelsinu á Hólmsheiði þann 20. febrúar síðastliðinn.Yfir 41 þúsund manns hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun til stuðnings Nöru. Aðstandendur hennar hafa barist fyrir því að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu og þá er jafnframt biðlað til forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, um að veita Nöru sakaruppgjöf. Ástralía Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30 Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Sjá meira
Nara Walker, áströlsk kona sem afplánar nú dóm á Íslandi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hefur sent frá sér orðsendingu í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna sem ber upp í dag. Nara hafnar þar „þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi“ en hún heldur því staðfastlega fram að eiginmaður sinn hafi beitt hana grófu ofbeldi. „Í dag stöndum við saman og höldum baráttunni áfram. Óháð löndum, landamærum og tungutaki deilum við samhljóm breytinga. Við fögnum þeim árangri sem náðst hefur, minnumst kvennanna sem lögðu grunninn og bjuggu til vettvang fyrir rödd okkar á þessum degi,“ segir í orðsendingu Nöru.Sjá einnig: Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag „Ég hafna þögninni sem viðbrögðum við heimilisofbeldi. Sögur okkar verða raddir okkar. Tímabært er að raddir okkar heyrist. Látum þær hljóma hærra en nokkru sinni fyrr; fyrir konur sem látið hafa lífið, fyrir konur sem enn lifa lífi sínu í skugga óttans, fyrir börn þeirra og komandi kynslóðir. Með samstöðunni lyftum við hver annarri og skilum skömminni. Stöndum saman á þessum degi og rjúfum þögnina. Engin kona ein. Ég stend með ykkur!“Báðu Guðna um að veita Nöru sakaruppgjöf Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Nöru í fimmtán mánaða skilborðsbundið fangelsifyrir að hafa bitið tungu þáverandi eiginmanns síns í sundur í íbúð í miðbænum í nóvember árið 2017. Dómurinn var þyngdur í Landsrétti en þar var Nara dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna. Ekki var fallist á að viðbrögð hennar hefðu helgast af nauðvörn en Nara heldur því staðfastlega fram að hún hafi verið að verja sig grófu ofbeldi. Nara hóf afplánun í fangelsinu á Hólmsheiði þann 20. febrúar síðastliðinn.Yfir 41 þúsund manns hafa ritað nafn sitt við undirskriftasöfnun til stuðnings Nöru. Aðstandendur hennar hafa barist fyrir því að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu og þá er jafnframt biðlað til forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, um að veita Nöru sakaruppgjöf.
Ástralía Dómsmál Kynferðisofbeldi Reykjavík Tengdar fréttir Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13 Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30 Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Fleiri fréttir Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Sjá meira
Vilja að Guðni náði konu sem beit tungu eiginmanns síns í sundur Aðstandendur Nöru Walker, ástralskrar konu sem dæmd var í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns, hafa komið af stað undirskriftarsöfnun til að fá hana heim til fjölskyldu sinnar í Ástralíu. 18. febrúar 2019 11:13
Mótmæltu við fangelsið þegar Nara hóf afplánun í dag Nara Walker, mætti í fangelsið á Hólmsheiði í dag til að hefja afplánun en hún hlaut í desember átján mánaða dóm, þar af fimmtán skilorðsbundna, fyrir að hafa bitið hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns. 20. febrúar 2019 19:30
Fórnarlömb geti varið sig án þess að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingar Konur í minni stöðu eiga ekki að þurfa að óttast fangelsisvist og refsingu meiði þær ofbeldismann sinn í nauðvörn, segir Nara Walker. Fyrir rúmu ári beit hún hluta úr tungu þáverandi eiginmanns síns sem hún segir hafa beitt sig ítrekuðu ofbeldi. 19. janúar 2019 09:00