Innlent

Senda þyrlu Gæslunnar vegna vélsleðaslyss ofan við Dalvík

Kjartan Kjartansson skrifar
Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna slyssins. Myndin er úr safni.
Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna slyssins. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm
Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni að sækja karlmann sem slasaðist í vélsleðaslysi á Reykjaheiði ofan við Dalvík. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir að lögreglan á Norðurlandi eystra hafi óskað eftir aðstoð þyrlu Gæslunnar á hæsta forgangi á tólfta tímanum.

Hann hafði ekki frekari upplýsingar um slysið og vísaði á lögregluna á Norðurlandi eystra. Lögreglan sagðist ekki geta veitt frekari upplýsingar að svo stöddu.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að björgunarsveitarmenn frá Siglufirði hafi komið að manninum um klukkan tólf. Þeir séu að meta aðstæður og hvernig best sé að koma honum þaðan. Hann hafði ekki upplýsingar um hversu alvarleg meiðsl mannsins væru.

Maðurinn er um fimmtugt og átti slysið sér stað á Reykjaheiði fyrir ofan Dalvíkurbæ. Fleiri björgunarsveitir af Tröllaskaga hafa verið kallaðar út vegna slyssins.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×