Enski boltinn

Endurkoma Chamberlain endaði með skiptingu í fyrri hálfleik vegna meiðsla

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chamberlain í leiknum í gær.
Chamberlain í leiknum í gær. vísir/getty
Alex Oxlade-Chamberlain snéri aftur á fótboltavöllinn í gær er varalið Liverpool spilaði gegn Derby í varaliðsdeildinni á Englandi.

Oxlade-Chamberlain meiddist í fyrri leik Liverpool gegn Roma í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í aprílmánuði á síðasta ári og hefur verið frá síðan þá.

Hægt og rólega hefur hann verið að komast meira og meira af stað og í gær var hann í byrjunarliði varaliðs Liverpool sem mætti Derby í varaliðsdeildinni.





Honum var hins vegar skipt af velli í fyrri hálfleik, nánar tiltekið á 40. mínút, en þessi 25 ára gamli miðjumaður kenndi sér meins aftan í fæti. Því var ákveðið að skipta honum af velli.

Liverpool greindi svo frá því síðar í gærkvöldi að ákveðið hafi verið að taka Chamberlain af velli vegna varúðarráðstafana. Hann hafi bara átt að spila fyrri hálfleikinn en náði því ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×