Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 16:08 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. Í samtali við Vísi leggur Ólafur mikla áherslu á það að þeir Karl Gauti hafi verið af fullum heilindum í Flokki fólksins áður en þeir voru reknir úr flokknum í nóvember síðastliðnum í kjölfar Klaustursmálsins. Spurður út í það hvers vegna þeir félagar gangi í Miðflokkinn segir Ólafur tvær ástæður fyrir því. Annars vegar málefnaleg samstaða og svo hitt sem snýr að því að vera þingmenn utan flokka, eins og þeir Karl Gauti hafa verið síðustu þrjá mánuði eða svo. „Hafandi lent í þeirri stöðu að vera þingmenn utan flokka þá höfum við kynnst því að það er ekki heppileg staða og við lítum á það sem okkar skyldu að haga okkar störfum með þeim hætti að þau geti verið sem árangursríkust til þess að ná fram þeim málefnum sem kjósendur treysta okkur fyrir,“ segir Ólafur.„Það var ekkert fararsnið á okkur“ Á Klaustursupptökunum má meðal annars heyra Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, fara afar ófögrum orðum um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Þá heyrist hann einnig hvetja þá Ólaf og Karl Gauta til þess að ganga í Miðflokkinn. Því hefur þar af leiðandi verið haldið á lofti í umræðunni undanfarna mánuði að það hafi alltaf staðið til hjá þeim Ólafi og Karli Gauta að ganga í Miðflokkinn. Aðspurður hvort þeir hafi verið byrjaðir að hugsa sér til hreyfings áður en Klaustursupptökurnar voru gerðar opinberar segir Ólafur: „Við vorum af fullum heilindum í þeim flokki sem við vorum í og beittum okkur mjög fyrir málefnum þess flokks. Það sem liggur eftir þennan flokk eru mál sem við höfum lagt fram. Það var ekkert fararsnið á okkur.“ Þá segir hann jafnframt að hvorki hann né Karl Gauti hafi átt frumkvæði að því að hitta Miðflokksmenn á Klaustur bar.Vilja að kosið verði aftur í nefndir þingsins Með komu þeirra Karls Gauta og Ólafs í Miðflokkinn er flokkurinn orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi með níu þingmenn. Ólafur segir að þetta geti kallað á endurskipulagningu í nefndum þingsins og í bréfi sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sendir til allra flokksmanna og fjallað er um á mbl.is kemur einmitt fram að hann muni fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis. Þá er meðal annars spurning hvort að flokkurinn fari fram á nefndarformennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í krafti stærðar sinnar en Samfylkingin fer nú með formennsku í nefndinni þar sem flokkurinn var áður stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. Í samtali við Vísi leggur Ólafur mikla áherslu á það að þeir Karl Gauti hafi verið af fullum heilindum í Flokki fólksins áður en þeir voru reknir úr flokknum í nóvember síðastliðnum í kjölfar Klaustursmálsins. Spurður út í það hvers vegna þeir félagar gangi í Miðflokkinn segir Ólafur tvær ástæður fyrir því. Annars vegar málefnaleg samstaða og svo hitt sem snýr að því að vera þingmenn utan flokka, eins og þeir Karl Gauti hafa verið síðustu þrjá mánuði eða svo. „Hafandi lent í þeirri stöðu að vera þingmenn utan flokka þá höfum við kynnst því að það er ekki heppileg staða og við lítum á það sem okkar skyldu að haga okkar störfum með þeim hætti að þau geti verið sem árangursríkust til þess að ná fram þeim málefnum sem kjósendur treysta okkur fyrir,“ segir Ólafur.„Það var ekkert fararsnið á okkur“ Á Klaustursupptökunum má meðal annars heyra Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, fara afar ófögrum orðum um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Þá heyrist hann einnig hvetja þá Ólaf og Karl Gauta til þess að ganga í Miðflokkinn. Því hefur þar af leiðandi verið haldið á lofti í umræðunni undanfarna mánuði að það hafi alltaf staðið til hjá þeim Ólafi og Karli Gauta að ganga í Miðflokkinn. Aðspurður hvort þeir hafi verið byrjaðir að hugsa sér til hreyfings áður en Klaustursupptökurnar voru gerðar opinberar segir Ólafur: „Við vorum af fullum heilindum í þeim flokki sem við vorum í og beittum okkur mjög fyrir málefnum þess flokks. Það sem liggur eftir þennan flokk eru mál sem við höfum lagt fram. Það var ekkert fararsnið á okkur.“ Þá segir hann jafnframt að hvorki hann né Karl Gauti hafi átt frumkvæði að því að hitta Miðflokksmenn á Klaustur bar.Vilja að kosið verði aftur í nefndir þingsins Með komu þeirra Karls Gauta og Ólafs í Miðflokkinn er flokkurinn orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi með níu þingmenn. Ólafur segir að þetta geti kallað á endurskipulagningu í nefndum þingsins og í bréfi sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sendir til allra flokksmanna og fjallað er um á mbl.is kemur einmitt fram að hann muni fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis. Þá er meðal annars spurning hvort að flokkurinn fari fram á nefndarformennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í krafti stærðar sinnar en Samfylkingin fer nú með formennsku í nefndinni þar sem flokkurinn var áður stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
„Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34
Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25