Innlent

Vilja að skólinn byrji seinna á morgnana

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Fjölmennt var á fundi í MH um klukkubreytingar og svefnvenjur.
Fjölmennt var á fundi í MH um klukkubreytingar og svefnvenjur. Vísir/Stöð 2

Framhaldskólanemar segja nauðsynlegt að hlustað sé á raddir ungs fólks í umræðunni um það hvort breyta eigi klukkunni. Þeim þykir misjafnlega auðvelt að vakna á morgnana en flestir þeirra menntaskólanema sem fréttastofa ræddi við eru sammála um að skólinn eigi að byrja seinna á morgnana.

Hátt í 1.300 umsagnir hafa borist inn í samráðsgátt stjórnvalda þar sem fólk lýsir afstöðu sinni til þess hvort seinka eigi klukkunni. Rannsóknir hafa sýnt fram á það að það kynni að hafa í för með sér jákvæð áhrif á svefnvenjur Íslendinga, einkum á unga fólkið.

Ráðgjafahópur umboðsmanns barna í samstarfi við Nemendafélag Menntaskólans við Hamrahlíð stóð fyrir fundi um svefnvenjur og klukkubreytingar í gær og komust færri að en vildu.

„Rödd unga fólksins er mjög mikilvæg í þessu máli af því að þetta hefur svo mikil áhrif á líðan ungs fólks og mikill svefn er svo mikilvægur fyrir alla,“ segir Hákon Darri Egilsson, nemandi við skólann.

Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra álit fleiri nemenda á mögulegum breytingum á klukkunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.