Gul vesti voru áberandi í svokallaðri hungurgöngu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. febrúar 2019 19:45 Gul vesti voru áberandi á Austurvelli í dag þar sem svokölluð hungurganga fór fram. Um er að ræða fyrstu opinberu mótmælin eftir að slitnaði upp úr kjarasamningum stærstu verkalýðsfélaganna og Samtaka atvinnulífsins. Rúmlega fimm þúsund manns boðuðu komu sína á Facebook viðburð mótmælanna. Færri létu sjá sig en áætlað var en á svæðinu voru nokkur hundruð manns samkvæmt lögreglu. Finna mátti mikla reiði og heift meðal fundarmanna sem sýndu mikla samstöðu á fundinum. „Þetta snýst um að bera virðingu fyrir fólki þannig að það fái framfærslu sem það getur lifað á,“ sagði Hallfríður Þórarinsdóttir, mótmælandi.Hvaðmeðverkföll ert þú hlynntþvíaðfariðverðiíverkfallsaðgerðir? „Ég veit það ekki en ef það er það sem þarf þá þurfum við að gera það,“ sagði Jónína Dagmar, mótmælandi.Þuríður Harpa, formaður Öryrkjabandalagsins og Sólveig Anna, formaður Eflingar, ávörpuðu hópinn en rauði þráðurinn í ræðum þeirra var sá að þeir lægst launuðu gætu ekki lifað á launum sínum eftir miðjan mánuð. „Afhverju erum við á þeim stað að orðsporsáhættan fyrir Ísland er sú að héðan fréttist að fólk ætli í verkföll en ekki að héðan fréttist að fullvinnandi fólk geti ekki látið hlutina ganga upp,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. „Hversu hár er fílabeinsturn þeirra stjórnvalda sem leyfa þessu að viðgangast,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. „Þrátt fyrir að hópur ríkra karla góli á okkur dag eftir dag að kerfið sé náttúrulögmál. Þá vitum við að það er ekki rétt. Það er mannana verk og það er sannarlega á okkar færi að breyta því og það er nákvæmlega það sem viðætlum að gera,“ sagði Sólveig Anna. Kjaramál Reykjavík Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira
Gul vesti voru áberandi á Austurvelli í dag þar sem svokölluð hungurganga fór fram. Um er að ræða fyrstu opinberu mótmælin eftir að slitnaði upp úr kjarasamningum stærstu verkalýðsfélaganna og Samtaka atvinnulífsins. Rúmlega fimm þúsund manns boðuðu komu sína á Facebook viðburð mótmælanna. Færri létu sjá sig en áætlað var en á svæðinu voru nokkur hundruð manns samkvæmt lögreglu. Finna mátti mikla reiði og heift meðal fundarmanna sem sýndu mikla samstöðu á fundinum. „Þetta snýst um að bera virðingu fyrir fólki þannig að það fái framfærslu sem það getur lifað á,“ sagði Hallfríður Þórarinsdóttir, mótmælandi.Hvaðmeðverkföll ert þú hlynntþvíaðfariðverðiíverkfallsaðgerðir? „Ég veit það ekki en ef það er það sem þarf þá þurfum við að gera það,“ sagði Jónína Dagmar, mótmælandi.Þuríður Harpa, formaður Öryrkjabandalagsins og Sólveig Anna, formaður Eflingar, ávörpuðu hópinn en rauði þráðurinn í ræðum þeirra var sá að þeir lægst launuðu gætu ekki lifað á launum sínum eftir miðjan mánuð. „Afhverju erum við á þeim stað að orðsporsáhættan fyrir Ísland er sú að héðan fréttist að fólk ætli í verkföll en ekki að héðan fréttist að fullvinnandi fólk geti ekki látið hlutina ganga upp,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. „Hversu hár er fílabeinsturn þeirra stjórnvalda sem leyfa þessu að viðgangast,“ sagði Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands. „Þrátt fyrir að hópur ríkra karla góli á okkur dag eftir dag að kerfið sé náttúrulögmál. Þá vitum við að það er ekki rétt. Það er mannana verk og það er sannarlega á okkar færi að breyta því og það er nákvæmlega það sem viðætlum að gera,“ sagði Sólveig Anna.
Kjaramál Reykjavík Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Fleiri fréttir Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Sjá meira