Stefna á að vera glaðasta sveitarfélag landsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. febrúar 2019 07:30 Djúpivogur rétti sannarlega úr kútnum eftir áfall fyrir fimm árum. ÓLAFUR BJÖRNSSON Það var gífurlegt högg fyrir Djúpavogshrepp þegar Vísir hf. hætti þar fiskvinnslu. Ekki kom til greina að leggja árar í bát og undir lok síðasta árs var íbúafjöldi í sveitarfélaginu jafn því sem var áður en Vísir lokaði. „Það eru fjölmörg dæmi um lítil byggðarlög sem þola ekki slík áföll. Þetta var gríðarlegt högg og margir skelkaðir en það var voðalega lítið verið að kvarta. Þess í stað fór fólk beint í að hugsa í lausnum og snúa vörn í sókn,“ segir Greta Mjöll Samúelsdóttir, atvinnu- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps. Þótt Vísir færi lagðist fiskvinnsla ekki af. Fyrirtækið lét útgerðina Búlandstind hafa fasteignir sínar á staðnum án endurgjalds gegn því að stöðug vinnsla yrði í húsunum næstu fimm ár. Þar er verkaður fiskur sem landað er á staðnum en að auki sér starfsfólk um slátrun fyrir Fiskeldi Austfjarða og Laxa ehf. „Það framtak var gífurlega mikilvægt. Þar voru á ferð hugrakkir einstaklingar, heimamenn sem tóku við keflinu, héldu þessu á floti og gott betur en það,“ segir Greta Mjöll.Greta Mjöll Samúelsdóttir, atvinnu- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps.Fiskvinnslunni til viðbótar er nokkuð um frumkvöðlastarfsemi á staðnum. Nefnir Greta meðal annars til sögunnar að á tíma hafi systur á staðnum starfrækt fyrirtæki sem sérhæfir sig í innanhússhönnun. Þá er framtak hjónanna Berglindar Häsler og Svavars Péturs Eysteinssonar, sem einnig er þekktur sem Prins Póló, mörgum kunnugt. Þau fluttu á Karlsstaði í Berufirði og starfrækja þar gistiheimili, tónleikastað, kaffihús og snakkgerð undir merkjum Havarí. Þá hefur ferðaþjónusta vaxið og dafnað í hreppnum líkt og víða annars staðar. Lögð var áhersla á fjölbreytta atvinnuuppbyggingu og það hefur átt sinn þátt í því að mæta þeim höggum sem brjóta mörg samfélög niður. „Annað dæmi eru eggin í Gleðivík. Þar var byggt upp en stuttu síðar kom höggið og vinnslu var hætt í Bræðslunni og bryggjan stóð ónotuð. Þau mannvirki fengu glænýjan tilgang og þjóna nú meðal annars sem listagallerí og aðdráttarafl,“ segir Greta Mjöll. Hún nefnir einnig að Djúpavogshreppur hafi fengið Cittaslow-vottunina 2013 en hún á rætur að rekja til Ítalíu. „Þetta er stundum kölluð hæglætisstefna. Þar eru umhverfismálin í fyrirrúmi og lögð áhersla á að bæta lífsgæði fólks, hægja á og sporna við þeirri hraðaáráttu sem nú er allsráðandi.“ Að sögn Gretu Mjallar er eitt vandamál hreppsins nú, líkt og annars staðar, skortur á húsnæði. Nú í vor bætist við nýtt fullbúið hús á staðnum og nýverið var tekin fyrsta skóflustunga að öðru einbýlishúsi. „Stefnan er að vera eitt glaðasta sveitarfélagið á landinu. Fólkið hér er gríðarlega gestrisið og gott hingað að koma. Það er eitthvað sem þú kaupir ekki úti í búð,“ segir Greta Mjöll að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Það var gífurlegt högg fyrir Djúpavogshrepp þegar Vísir hf. hætti þar fiskvinnslu. Ekki kom til greina að leggja árar í bát og undir lok síðasta árs var íbúafjöldi í sveitarfélaginu jafn því sem var áður en Vísir lokaði. „Það eru fjölmörg dæmi um lítil byggðarlög sem þola ekki slík áföll. Þetta var gríðarlegt högg og margir skelkaðir en það var voðalega lítið verið að kvarta. Þess í stað fór fólk beint í að hugsa í lausnum og snúa vörn í sókn,“ segir Greta Mjöll Samúelsdóttir, atvinnu- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps. Þótt Vísir færi lagðist fiskvinnsla ekki af. Fyrirtækið lét útgerðina Búlandstind hafa fasteignir sínar á staðnum án endurgjalds gegn því að stöðug vinnsla yrði í húsunum næstu fimm ár. Þar er verkaður fiskur sem landað er á staðnum en að auki sér starfsfólk um slátrun fyrir Fiskeldi Austfjarða og Laxa ehf. „Það framtak var gífurlega mikilvægt. Þar voru á ferð hugrakkir einstaklingar, heimamenn sem tóku við keflinu, héldu þessu á floti og gott betur en það,“ segir Greta Mjöll.Greta Mjöll Samúelsdóttir, atvinnu- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps.Fiskvinnslunni til viðbótar er nokkuð um frumkvöðlastarfsemi á staðnum. Nefnir Greta meðal annars til sögunnar að á tíma hafi systur á staðnum starfrækt fyrirtæki sem sérhæfir sig í innanhússhönnun. Þá er framtak hjónanna Berglindar Häsler og Svavars Péturs Eysteinssonar, sem einnig er þekktur sem Prins Póló, mörgum kunnugt. Þau fluttu á Karlsstaði í Berufirði og starfrækja þar gistiheimili, tónleikastað, kaffihús og snakkgerð undir merkjum Havarí. Þá hefur ferðaþjónusta vaxið og dafnað í hreppnum líkt og víða annars staðar. Lögð var áhersla á fjölbreytta atvinnuuppbyggingu og það hefur átt sinn þátt í því að mæta þeim höggum sem brjóta mörg samfélög niður. „Annað dæmi eru eggin í Gleðivík. Þar var byggt upp en stuttu síðar kom höggið og vinnslu var hætt í Bræðslunni og bryggjan stóð ónotuð. Þau mannvirki fengu glænýjan tilgang og þjóna nú meðal annars sem listagallerí og aðdráttarafl,“ segir Greta Mjöll. Hún nefnir einnig að Djúpavogshreppur hafi fengið Cittaslow-vottunina 2013 en hún á rætur að rekja til Ítalíu. „Þetta er stundum kölluð hæglætisstefna. Þar eru umhverfismálin í fyrirrúmi og lögð áhersla á að bæta lífsgæði fólks, hægja á og sporna við þeirri hraðaáráttu sem nú er allsráðandi.“ Að sögn Gretu Mjallar er eitt vandamál hreppsins nú, líkt og annars staðar, skortur á húsnæði. Nú í vor bætist við nýtt fullbúið hús á staðnum og nýverið var tekin fyrsta skóflustunga að öðru einbýlishúsi. „Stefnan er að vera eitt glaðasta sveitarfélagið á landinu. Fólkið hér er gríðarlega gestrisið og gott hingað að koma. Það er eitthvað sem þú kaupir ekki úti í búð,“ segir Greta Mjöll að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira