Stefna á að vera glaðasta sveitarfélag landsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. febrúar 2019 07:30 Djúpivogur rétti sannarlega úr kútnum eftir áfall fyrir fimm árum. ÓLAFUR BJÖRNSSON Það var gífurlegt högg fyrir Djúpavogshrepp þegar Vísir hf. hætti þar fiskvinnslu. Ekki kom til greina að leggja árar í bát og undir lok síðasta árs var íbúafjöldi í sveitarfélaginu jafn því sem var áður en Vísir lokaði. „Það eru fjölmörg dæmi um lítil byggðarlög sem þola ekki slík áföll. Þetta var gríðarlegt högg og margir skelkaðir en það var voðalega lítið verið að kvarta. Þess í stað fór fólk beint í að hugsa í lausnum og snúa vörn í sókn,“ segir Greta Mjöll Samúelsdóttir, atvinnu- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps. Þótt Vísir færi lagðist fiskvinnsla ekki af. Fyrirtækið lét útgerðina Búlandstind hafa fasteignir sínar á staðnum án endurgjalds gegn því að stöðug vinnsla yrði í húsunum næstu fimm ár. Þar er verkaður fiskur sem landað er á staðnum en að auki sér starfsfólk um slátrun fyrir Fiskeldi Austfjarða og Laxa ehf. „Það framtak var gífurlega mikilvægt. Þar voru á ferð hugrakkir einstaklingar, heimamenn sem tóku við keflinu, héldu þessu á floti og gott betur en það,“ segir Greta Mjöll.Greta Mjöll Samúelsdóttir, atvinnu- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps.Fiskvinnslunni til viðbótar er nokkuð um frumkvöðlastarfsemi á staðnum. Nefnir Greta meðal annars til sögunnar að á tíma hafi systur á staðnum starfrækt fyrirtæki sem sérhæfir sig í innanhússhönnun. Þá er framtak hjónanna Berglindar Häsler og Svavars Péturs Eysteinssonar, sem einnig er þekktur sem Prins Póló, mörgum kunnugt. Þau fluttu á Karlsstaði í Berufirði og starfrækja þar gistiheimili, tónleikastað, kaffihús og snakkgerð undir merkjum Havarí. Þá hefur ferðaþjónusta vaxið og dafnað í hreppnum líkt og víða annars staðar. Lögð var áhersla á fjölbreytta atvinnuuppbyggingu og það hefur átt sinn þátt í því að mæta þeim höggum sem brjóta mörg samfélög niður. „Annað dæmi eru eggin í Gleðivík. Þar var byggt upp en stuttu síðar kom höggið og vinnslu var hætt í Bræðslunni og bryggjan stóð ónotuð. Þau mannvirki fengu glænýjan tilgang og þjóna nú meðal annars sem listagallerí og aðdráttarafl,“ segir Greta Mjöll. Hún nefnir einnig að Djúpavogshreppur hafi fengið Cittaslow-vottunina 2013 en hún á rætur að rekja til Ítalíu. „Þetta er stundum kölluð hæglætisstefna. Þar eru umhverfismálin í fyrirrúmi og lögð áhersla á að bæta lífsgæði fólks, hægja á og sporna við þeirri hraðaáráttu sem nú er allsráðandi.“ Að sögn Gretu Mjallar er eitt vandamál hreppsins nú, líkt og annars staðar, skortur á húsnæði. Nú í vor bætist við nýtt fullbúið hús á staðnum og nýverið var tekin fyrsta skóflustunga að öðru einbýlishúsi. „Stefnan er að vera eitt glaðasta sveitarfélagið á landinu. Fólkið hér er gríðarlega gestrisið og gott hingað að koma. Það er eitthvað sem þú kaupir ekki úti í búð,“ segir Greta Mjöll að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira
Það var gífurlegt högg fyrir Djúpavogshrepp þegar Vísir hf. hætti þar fiskvinnslu. Ekki kom til greina að leggja árar í bát og undir lok síðasta árs var íbúafjöldi í sveitarfélaginu jafn því sem var áður en Vísir lokaði. „Það eru fjölmörg dæmi um lítil byggðarlög sem þola ekki slík áföll. Þetta var gríðarlegt högg og margir skelkaðir en það var voðalega lítið verið að kvarta. Þess í stað fór fólk beint í að hugsa í lausnum og snúa vörn í sókn,“ segir Greta Mjöll Samúelsdóttir, atvinnu- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps. Þótt Vísir færi lagðist fiskvinnsla ekki af. Fyrirtækið lét útgerðina Búlandstind hafa fasteignir sínar á staðnum án endurgjalds gegn því að stöðug vinnsla yrði í húsunum næstu fimm ár. Þar er verkaður fiskur sem landað er á staðnum en að auki sér starfsfólk um slátrun fyrir Fiskeldi Austfjarða og Laxa ehf. „Það framtak var gífurlega mikilvægt. Þar voru á ferð hugrakkir einstaklingar, heimamenn sem tóku við keflinu, héldu þessu á floti og gott betur en það,“ segir Greta Mjöll.Greta Mjöll Samúelsdóttir, atvinnu- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps.Fiskvinnslunni til viðbótar er nokkuð um frumkvöðlastarfsemi á staðnum. Nefnir Greta meðal annars til sögunnar að á tíma hafi systur á staðnum starfrækt fyrirtæki sem sérhæfir sig í innanhússhönnun. Þá er framtak hjónanna Berglindar Häsler og Svavars Péturs Eysteinssonar, sem einnig er þekktur sem Prins Póló, mörgum kunnugt. Þau fluttu á Karlsstaði í Berufirði og starfrækja þar gistiheimili, tónleikastað, kaffihús og snakkgerð undir merkjum Havarí. Þá hefur ferðaþjónusta vaxið og dafnað í hreppnum líkt og víða annars staðar. Lögð var áhersla á fjölbreytta atvinnuuppbyggingu og það hefur átt sinn þátt í því að mæta þeim höggum sem brjóta mörg samfélög niður. „Annað dæmi eru eggin í Gleðivík. Þar var byggt upp en stuttu síðar kom höggið og vinnslu var hætt í Bræðslunni og bryggjan stóð ónotuð. Þau mannvirki fengu glænýjan tilgang og þjóna nú meðal annars sem listagallerí og aðdráttarafl,“ segir Greta Mjöll. Hún nefnir einnig að Djúpavogshreppur hafi fengið Cittaslow-vottunina 2013 en hún á rætur að rekja til Ítalíu. „Þetta er stundum kölluð hæglætisstefna. Þar eru umhverfismálin í fyrirrúmi og lögð áhersla á að bæta lífsgæði fólks, hægja á og sporna við þeirri hraðaáráttu sem nú er allsráðandi.“ Að sögn Gretu Mjallar er eitt vandamál hreppsins nú, líkt og annars staðar, skortur á húsnæði. Nú í vor bætist við nýtt fullbúið hús á staðnum og nýverið var tekin fyrsta skóflustunga að öðru einbýlishúsi. „Stefnan er að vera eitt glaðasta sveitarfélagið á landinu. Fólkið hér er gríðarlega gestrisið og gott hingað að koma. Það er eitthvað sem þú kaupir ekki úti í búð,“ segir Greta Mjöll að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Djúpivogur Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Sjá meira