„Breiðu bökin í ferðaþjónustunni“ skotmörk verkfalla Sylvía Hall skrifar 25. febrúar 2019 19:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. vísir/vilhelm Aðgerðaráætlun VR var lögð fyrir stjórn og samninganefnd félagsins í dag. Áætlunin var samþykkt einróma og áætlað er að hún verði kynnt næstkomandi föstudag. Þetta sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Atkvæðagreiðsla meðal þeirra félagsmanna sem aðgerðirnar ná yfir munu hefjast í kjölfarið. Þá var einnig samþykkt að þeir félagsmenn sem fara í verkfall verði ekki fyrir tekjutapi á meðan verkfalli stendur heldur fá það að fullu bætt úr verkfallssjóðum félagsins. Fyrirhugaðar aðgerðir beinast að „breiðu bökunu í ferðaþjónustunni“ að sögn Ragnars Þórs sem vildi ekki gefa upp nákvæmlega hvaða fyrirtækjum umræddar aðgerðir beinast að. VR muni funda með trúnaðarmönnum fyrirtækjanna á næstunni til þess að ræða nánara fyrirkomulag og á þriðjudaginn í næstu viku verði boðað til fundar með öllum félagsmönnum VR. „Við höfum fyrst og fremst áhyggjur af því að félagsmenn okkar, fólkið sem er að vinna þessi störf og eru svo sannarlega breiðu bökin í ferðaþjónustunni, þetta fólk er á launum sem duga ekki til framfærslu, duga ekki fyrir lífskjörum eða til að lifa með mannlegri reisn. Við höfum fyrst og fremst áhyggjur af því, ekki fyrirtækjunum,“ sagði Ragnar Þór aðspurður um hvort hann hefði áhyggjur af áhrifum fyrirhugaðra aðgerða á efnahagslífið. Í Speglinum í dag kom fram að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir VR og Eflingar hljóði upp á sex staðbundin verkföll og að hvert verkfall stæði yfir í tvo til fjóra daga. Samtals yrðu verkfallsdagarnir um átján talsins. Gert er ráð fyrir því að fyrsta verkfallið geti hafist um 20. mars og gæti farið svo að þau stæðu fram yfir miðjan apríl náist samningar ekki. Eftir það tæki við ótímabundið verkfall. Heimildir Spegilsins herma að umrædd fyrirtæki séu Grayline og Reykjavík Excursions en fyrirtækin sjá meðal annars um rútuferðir til og frá Keflavíkurflugvelli. Hægt er að horfa á viðtalið við Ragnar Þór hér að neðan. Kjaramál Tengdar fréttir Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00 Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Aðgerðaráætlun VR var lögð fyrir stjórn og samninganefnd félagsins í dag. Áætlunin var samþykkt einróma og áætlað er að hún verði kynnt næstkomandi föstudag. Þetta sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Atkvæðagreiðsla meðal þeirra félagsmanna sem aðgerðirnar ná yfir munu hefjast í kjölfarið. Þá var einnig samþykkt að þeir félagsmenn sem fara í verkfall verði ekki fyrir tekjutapi á meðan verkfalli stendur heldur fá það að fullu bætt úr verkfallssjóðum félagsins. Fyrirhugaðar aðgerðir beinast að „breiðu bökunu í ferðaþjónustunni“ að sögn Ragnars Þórs sem vildi ekki gefa upp nákvæmlega hvaða fyrirtækjum umræddar aðgerðir beinast að. VR muni funda með trúnaðarmönnum fyrirtækjanna á næstunni til þess að ræða nánara fyrirkomulag og á þriðjudaginn í næstu viku verði boðað til fundar með öllum félagsmönnum VR. „Við höfum fyrst og fremst áhyggjur af því að félagsmenn okkar, fólkið sem er að vinna þessi störf og eru svo sannarlega breiðu bökin í ferðaþjónustunni, þetta fólk er á launum sem duga ekki til framfærslu, duga ekki fyrir lífskjörum eða til að lifa með mannlegri reisn. Við höfum fyrst og fremst áhyggjur af því, ekki fyrirtækjunum,“ sagði Ragnar Þór aðspurður um hvort hann hefði áhyggjur af áhrifum fyrirhugaðra aðgerða á efnahagslífið. Í Speglinum í dag kom fram að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir VR og Eflingar hljóði upp á sex staðbundin verkföll og að hvert verkfall stæði yfir í tvo til fjóra daga. Samtals yrðu verkfallsdagarnir um átján talsins. Gert er ráð fyrir því að fyrsta verkfallið geti hafist um 20. mars og gæti farið svo að þau stæðu fram yfir miðjan apríl náist samningar ekki. Eftir það tæki við ótímabundið verkfall. Heimildir Spegilsins herma að umrædd fyrirtæki séu Grayline og Reykjavík Excursions en fyrirtækin sjá meðal annars um rútuferðir til og frá Keflavíkurflugvelli. Hægt er að horfa á viðtalið við Ragnar Þór hér að neðan.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00 Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02 Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. 24. febrúar 2019 20:00
Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02
Verkalýðsforystan segir það skyldu samfélagsins að tryggja mannsæmandi kjör Formenn verkalýðsfélaganna sem sem slitu viðræðum við samtök atvinnulífsins í dag segja það skyldu samfélagsins að tryggja vinnandi fólki mannsæmandi lífskjör. 21. febrúar 2019 19:15