Segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögum að kenna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. febrúar 2019 20:00 Fjármálaráðherra segir dapurt að niðurstaðan eftir margra mánaða kjaraviðræður sé nánast engin. Formaður VR svarar þeim ummælum og segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögunum að kenna. Hann boðar sameiginlega aðgerðaráætlun félaganna, en fari allt á versta veg gætu allsherjarverkföll hafist um mánaðarmótin mars-apríl. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ræddi um stöðuna á vinnumarkaði í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar sagðist hann gáttaður yfir viðræðum. „Vandamálið er að þeir sem eiga að semja eru, eftir margra mánaða viðræður, ekki einu sinni sammála um það sem þeir voru að tala um. Það er vandamálið. Maður hefur þessa óþægilegu tilfinningu að það sé sjálfstætt markmið að fara í átök. Hvaða aðrar ályktanir á maður að draga þegar niðurstaðan eftir margra mánaða viðræður er nánast engin,“ sagði Bjarni Benediktsson í þættinum Sprengisandi í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. „Hins vegar hefur það kannski meira staðið í okkar viðsemjendum að vilja fara með viðræður út og suður eða rangtúlka þær með eins miklum hætti og hugsast getur,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. „Ég kalla þetta bara vonbrigði og við hefðum gjarnan viljað tala okkur nær hvort öðru heldur en við erum í dag. Það er greinilegt að það ber verulega á milli. Í mínum huga skiptir engu máli hvort við erum að tala um 40 eða 90 prósenta hækkun. Það er bara eitthvað sem atvinnulífið ræður ekki við,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.Eyjólfur Árni Rafnsson er formaður Samtaka atvinnulífsinsMynd/baldurÞá hafði fjármálaráðherra þau ummæli uppi að tilfinningin væri sú að það hafi verið sjálfstætt markmið frá upphafi að til átaka kæmi. „Ég vísa því algjörlega á bug. Það hefur alltaf verið markmið okkar frá upphafi að ná kjarasamningum. Góðum kjarasamningum,“ sagði Ragnar Þór. Ragnar segir að lokatilboð þeirra viðsemjenda vera kaupmáttarrýrnun sem félögin sætti sig ekki við. „Þá hljóta allir að sjá að þessi pattstaða er ekki okkur að kenna. Við höfum sýnt viðleitnina en viðsemjendur okkar ekki,“ sagði Ragnar Þór.Hvað með verkfallsaðgerðir? „Við höfum fundað alla helgina og skipulagt aðgerðaráætlun. Það mun beinast gegn stórum fyrirtækjum í ferðaþjónustunni,“ sagði Ragnar Þór. Aðgerðaráætlunin verður kynnt á föstudaginn og þá munu kosningar hefjast meðal þeirra félagsmanna sem aðgerðirnar ná yfir. Ragnar vildi ekki fara nánar út í aðgerðirnar, en fari allt á versta veg gæti allsherjarverkfall hafist mánaðarmótin mars/apríl. Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02 „Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Fjármálaráðherra segir dapurt að niðurstaðan eftir margra mánaða kjaraviðræður sé nánast engin. Formaður VR svarar þeim ummælum og segir pattstöðuna ekki verkalýðsfélögunum að kenna. Hann boðar sameiginlega aðgerðaráætlun félaganna, en fari allt á versta veg gætu allsherjarverkföll hafist um mánaðarmótin mars-apríl. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, ræddi um stöðuna á vinnumarkaði í þættinum Sprengisandi í morgun. Þar sagðist hann gáttaður yfir viðræðum. „Vandamálið er að þeir sem eiga að semja eru, eftir margra mánaða viðræður, ekki einu sinni sammála um það sem þeir voru að tala um. Það er vandamálið. Maður hefur þessa óþægilegu tilfinningu að það sé sjálfstætt markmið að fara í átök. Hvaða aðrar ályktanir á maður að draga þegar niðurstaðan eftir margra mánaða viðræður er nánast engin,“ sagði Bjarni Benediktsson í þættinum Sprengisandi í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir viðræðurnar hafa farið fram af ábyrgum hætti af hálfu verkalýðsfélaganna en telur viðleitni hafi skort hjá viðsemjendum félaganna. „Hins vegar hefur það kannski meira staðið í okkar viðsemjendum að vilja fara með viðræður út og suður eða rangtúlka þær með eins miklum hætti og hugsast getur,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. „Ég kalla þetta bara vonbrigði og við hefðum gjarnan viljað tala okkur nær hvort öðru heldur en við erum í dag. Það er greinilegt að það ber verulega á milli. Í mínum huga skiptir engu máli hvort við erum að tala um 40 eða 90 prósenta hækkun. Það er bara eitthvað sem atvinnulífið ræður ekki við,“ sagði Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.Eyjólfur Árni Rafnsson er formaður Samtaka atvinnulífsinsMynd/baldurÞá hafði fjármálaráðherra þau ummæli uppi að tilfinningin væri sú að það hafi verið sjálfstætt markmið frá upphafi að til átaka kæmi. „Ég vísa því algjörlega á bug. Það hefur alltaf verið markmið okkar frá upphafi að ná kjarasamningum. Góðum kjarasamningum,“ sagði Ragnar Þór. Ragnar segir að lokatilboð þeirra viðsemjenda vera kaupmáttarrýrnun sem félögin sætti sig ekki við. „Þá hljóta allir að sjá að þessi pattstaða er ekki okkur að kenna. Við höfum sýnt viðleitnina en viðsemjendur okkar ekki,“ sagði Ragnar Þór.Hvað með verkfallsaðgerðir? „Við höfum fundað alla helgina og skipulagt aðgerðaráætlun. Það mun beinast gegn stórum fyrirtækjum í ferðaþjónustunni,“ sagði Ragnar Þór. Aðgerðaráætlunin verður kynnt á föstudaginn og þá munu kosningar hefjast meðal þeirra félagsmanna sem aðgerðirnar ná yfir. Ragnar vildi ekki fara nánar út í aðgerðirnar, en fari allt á versta veg gæti allsherjarverkfall hafist mánaðarmótin mars/apríl.
Kjaramál Sprengisandur Tengdar fréttir Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02 „Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Segir atkvæðagreiðslu um verkfallsaðgerðir hefjast í næstu viku og vísar ummælum fjármálaráðherra á bug Formaður VR segir að fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins muni beinast að ferðaþjónustunni. 24. febrúar 2019 16:02
„Menn eru ekki einu sinni sammála um hvað var rætt um“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir gagnrýni á skattatillögur ríkisstjórnarinnar vera illskiljanlega og er gáttaður á því að kjaraviðræður hafi tekið eins langan tíma og raunin er en á sama tíma hafi viðræður ekkert gengið og svo virðist sem að deiluaðilar viti ekki hvað verið sé að ræða. 24. febrúar 2019 12:45