Eins og hamstur á hjóli þegar reynt er að samræma vinnu og fjölskyldulíf Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2019 11:32 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB en eitt aðalbaráttumál félagsins er stytting vinnuvikunnar. vísir/vilhelm Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Háskólanum á Akureyri sýna að stytting vinnuvikunnar sé lykilatriði í því að minnka álag og lífsgæði fjölskyldufólks sem líður stundum eins og hamstri á hjóli þegar það reynir að samræma vinnu og fjölskyldulíf. Greint er frá þessu í nýju fréttabréfi BSRB en ein af aðaláherslum stéttarfélagsins í komandi kjaraviðræðum er stytting vinnuvikunnar.Í fréttabréfi BSRB kemur fram að rannsóknin hafi verið unnin af Andreu Hjálmsdóttur, lektor við Háskólann á Akureyri, og Mörtu Einarsdóttur, sérfræðingi á Rannsóknarmiðstöð við sama skóla. „Í henni var rætt við alls 38 einstaklinga sem voru ýmist giftir eða í sambúð, í að minnsta kosti 60 prósent starfshlutfalli og með barn eða börn undir 17 ára aldri. Rætt var við fólkið í kynskiptum hópum með 6 til 8 í hverjum hópi. Þátttakendur í rannsókn Andreu og Mörtu færðu streituna sem þeir upplifa í sínu daglega lífi ekki alltaf í orð, en margir töluðu um sífellt samviskubit sem þeir glíma við, togstreitu um forgangsröðun og þá slæmu tilfinningu sem fylgir því að ná ekki að sinna fjölskyldunni sem skyldi vegna álags í vinnunni, eða öfugt,“ segir í frétt BSRB en talsverður munur var á því hvernig karlar og konur skilgreina álag í sínu daglega lífi.Álag kvenna tengt heimilinu en streita karlmanna tengd vinnunni Þannig áttu konur það frekar til að tala um álag tengt heimilisstörfum og barnauppeldi á meðan karlar tengdu streitu eingöngu við vinnuna, en í rannsókninni voru þeir þættir sem auka álagið hjá þessu fjölskyldufólki dregnir saman í þrjá flokka; vinnuna, heimilisstörfin og barnauppeldið. „Þátttakendur í rannsókninni nefndu ýmsar leiðir til að minnka álag í daglegu lífi, en það sem oftast var nefnt var að annar aðilinn minnkaði við sig launaða vinnu til að geta betur sinnt börnum og heimilinu. Í öllum tilvikum var þar um konur að ræða. Það rímar við aðrar rannsóknir sem sýna að konur taka enn á sig meiri ábyrgð á barnauppeldi og heimilisstörfum en karlar. „Ákall þátttakenda okkar eftir styttri vinnuviku kom skýrt fram í öllum umræðuhópunum og þar var enginn munur á körlum og konum,“ segir meðal annars í niðurstöðum rannsóknarinnar. „Margir viðmælenda töldu að stytt vinnuvika gæti verið mikil gæfa fyrir lífsgæði fjölskyldufólk.“ Niðurstöður rannsakendanna eru skýrar: „Miðað við niðurstöður okkar má ætla að stytting vinnuviku, án launaskerðingar, myndi koma sér vel fyrir barnafólk. Þar sem íslenskir karlar vinna mikla yfirvinnu má ætla að stytting vinnuvikunnar kæmi sér einkar vel fyrir þá og samspil fjölskyldu og atvinnulífs, ekki síst vegna þess að þeim er frekar ætlað fyrirvinnuhlutverk en konum. Eftir að feðraorlof í allt að þrjá mánuði var fest í lög reyndist það körlum auðveldara að fá viðurkenningu á orlofstöku og ætla má að slík viðhorfsbreyting gæti átt sér stað með styttingu vinnuvikunnar,““ segir á vef BSRB en nánar má lesa um niðurstöður rannsóknarinnar hér. Börn og uppeldi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stéttarfélögin gera kröfu um styttingu vinnuvikunnar Málþing um styttingu vinnuvikunnar var haldið í Hörpu í dag. 12. janúar 2019 19:30 Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. 12. janúar 2019 11:53 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira
Niðurstöður rannsóknar sem gerð var í Háskólanum á Akureyri sýna að stytting vinnuvikunnar sé lykilatriði í því að minnka álag og lífsgæði fjölskyldufólks sem líður stundum eins og hamstri á hjóli þegar það reynir að samræma vinnu og fjölskyldulíf. Greint er frá þessu í nýju fréttabréfi BSRB en ein af aðaláherslum stéttarfélagsins í komandi kjaraviðræðum er stytting vinnuvikunnar.Í fréttabréfi BSRB kemur fram að rannsóknin hafi verið unnin af Andreu Hjálmsdóttur, lektor við Háskólann á Akureyri, og Mörtu Einarsdóttur, sérfræðingi á Rannsóknarmiðstöð við sama skóla. „Í henni var rætt við alls 38 einstaklinga sem voru ýmist giftir eða í sambúð, í að minnsta kosti 60 prósent starfshlutfalli og með barn eða börn undir 17 ára aldri. Rætt var við fólkið í kynskiptum hópum með 6 til 8 í hverjum hópi. Þátttakendur í rannsókn Andreu og Mörtu færðu streituna sem þeir upplifa í sínu daglega lífi ekki alltaf í orð, en margir töluðu um sífellt samviskubit sem þeir glíma við, togstreitu um forgangsröðun og þá slæmu tilfinningu sem fylgir því að ná ekki að sinna fjölskyldunni sem skyldi vegna álags í vinnunni, eða öfugt,“ segir í frétt BSRB en talsverður munur var á því hvernig karlar og konur skilgreina álag í sínu daglega lífi.Álag kvenna tengt heimilinu en streita karlmanna tengd vinnunni Þannig áttu konur það frekar til að tala um álag tengt heimilisstörfum og barnauppeldi á meðan karlar tengdu streitu eingöngu við vinnuna, en í rannsókninni voru þeir þættir sem auka álagið hjá þessu fjölskyldufólki dregnir saman í þrjá flokka; vinnuna, heimilisstörfin og barnauppeldið. „Þátttakendur í rannsókninni nefndu ýmsar leiðir til að minnka álag í daglegu lífi, en það sem oftast var nefnt var að annar aðilinn minnkaði við sig launaða vinnu til að geta betur sinnt börnum og heimilinu. Í öllum tilvikum var þar um konur að ræða. Það rímar við aðrar rannsóknir sem sýna að konur taka enn á sig meiri ábyrgð á barnauppeldi og heimilisstörfum en karlar. „Ákall þátttakenda okkar eftir styttri vinnuviku kom skýrt fram í öllum umræðuhópunum og þar var enginn munur á körlum og konum,“ segir meðal annars í niðurstöðum rannsóknarinnar. „Margir viðmælenda töldu að stytt vinnuvika gæti verið mikil gæfa fyrir lífsgæði fjölskyldufólk.“ Niðurstöður rannsakendanna eru skýrar: „Miðað við niðurstöður okkar má ætla að stytting vinnuviku, án launaskerðingar, myndi koma sér vel fyrir barnafólk. Þar sem íslenskir karlar vinna mikla yfirvinnu má ætla að stytting vinnuvikunnar kæmi sér einkar vel fyrir þá og samspil fjölskyldu og atvinnulífs, ekki síst vegna þess að þeim er frekar ætlað fyrirvinnuhlutverk en konum. Eftir að feðraorlof í allt að þrjá mánuði var fest í lög reyndist það körlum auðveldara að fá viðurkenningu á orlofstöku og ætla má að slík viðhorfsbreyting gæti átt sér stað með styttingu vinnuvikunnar,““ segir á vef BSRB en nánar má lesa um niðurstöður rannsóknarinnar hér.
Börn og uppeldi Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stéttarfélögin gera kröfu um styttingu vinnuvikunnar Málþing um styttingu vinnuvikunnar var haldið í Hörpu í dag. 12. janúar 2019 19:30 Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. 12. janúar 2019 11:53 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira
Stéttarfélögin gera kröfu um styttingu vinnuvikunnar Málþing um styttingu vinnuvikunnar var haldið í Hörpu í dag. 12. janúar 2019 19:30
Málþing um styttingu vinnuvikunnar í Hörpu í dag Sérfræðingur að utan mun fjalla um áhrif skemmri vinnuviku á lífsgæði, náttúru og framleiðni fyrir íslenskt samfélag. 12. janúar 2019 11:53