Fyrirhuguð lokun göngudeildar SÁÁ kemur ráðuneyti á óvart Kjartan Kjartansson skrifar 28. febrúar 2019 13:21 Göngudeild SÁÁ á Akureyri verður lokað á morgun að óbreyttu. Vísir/Tryggvi Heibrigðisráðuneytið segir ákvörðun SÁÁ um tímabundna lokun göngudeildar á Akureyri koma á óvart í ljósi þess að samningaviðræður standi nú yfir á milli Sjúkratrygginga Íslands og samtakanna um rekstur þjónustunnar. Greint var frá því í gær að SÁA ætlaði að loka göngudeild sinni á Akureyri tímabundið í óákveðinn tíma frá og með morgundeginum, 1. mars. Formaður stjórnar SÁÁ vísaði til þess að ekkert hefði bólað á 150 milljón króna tímabundnu framlagi ríkisins til göngudeildarþjónustu og að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) gerðu kröfu um að fjármagnið færi í aðra þjónustu en þá sem samtökin veita nú. Í tilkynningu á vefsíðu heilbrigðisráðuneytisins segir að fyrirhuguð lokun komi á óvart. Ríkinu sé skylt að gera samninga um þá heilbrigðisþjónustu sem ákveðið er að kaupa samkvæmt lögum um sjúkratryggingar. SÍ hafi annast gerð samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins. Stofnunin hafi átt í viðræðum við SÁÁ um gerð þjónustusamnings vegna göngudeildarþjónustu á Akureyri. Síðast hafi verið fundað um hann á mánudag. Þar hafi komið fram hjá fulltrúa SÁÁ að samtökin ættu erfitt með að manna þjónustuna. Fulltrúi SÍ hafi ekki skilið það sem svo að SÁÁ vildi slíta viðræðunum eða loka starfseminni. „Það er von ráðuneytisins að samningaviðræðum aðila verði haldið áfram og að ekki verði rof í þjónustunni á Akureyri meðan unnið er að gerð samnings um þjónustuna,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Heibrigðisráðuneytið segir ákvörðun SÁÁ um tímabundna lokun göngudeildar á Akureyri koma á óvart í ljósi þess að samningaviðræður standi nú yfir á milli Sjúkratrygginga Íslands og samtakanna um rekstur þjónustunnar. Greint var frá því í gær að SÁA ætlaði að loka göngudeild sinni á Akureyri tímabundið í óákveðinn tíma frá og með morgundeginum, 1. mars. Formaður stjórnar SÁÁ vísaði til þess að ekkert hefði bólað á 150 milljón króna tímabundnu framlagi ríkisins til göngudeildarþjónustu og að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) gerðu kröfu um að fjármagnið færi í aðra þjónustu en þá sem samtökin veita nú. Í tilkynningu á vefsíðu heilbrigðisráðuneytisins segir að fyrirhuguð lokun komi á óvart. Ríkinu sé skylt að gera samninga um þá heilbrigðisþjónustu sem ákveðið er að kaupa samkvæmt lögum um sjúkratryggingar. SÍ hafi annast gerð samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins. Stofnunin hafi átt í viðræðum við SÁÁ um gerð þjónustusamnings vegna göngudeildarþjónustu á Akureyri. Síðast hafi verið fundað um hann á mánudag. Þar hafi komið fram hjá fulltrúa SÁÁ að samtökin ættu erfitt með að manna þjónustuna. Fulltrúi SÍ hafi ekki skilið það sem svo að SÁÁ vildi slíta viðræðunum eða loka starfseminni. „Það er von ráðuneytisins að samningaviðræðum aðila verði haldið áfram og að ekki verði rof í þjónustunni á Akureyri meðan unnið er að gerð samnings um þjónustuna,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Akureyri Heilbrigðismál Tengdar fréttir Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Göngudeild SÁÁ á Akureyri lokað: „Þetta er agalegt“ Göngudeild SÁÁ á Akureyri mun loka þann 1. mars næstkomandi í óákveðinn tíma. Ekkert bólar á 150 milljóni framlagi ríkisins til reksturs SÁÁ sem meðal annars var eyrnamerktur göngudeildarþjónustu félagsins. 27. febrúar 2019 21:20