Fótbolti

Enn nær enginn að vinna Juventus

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronaldo og félagar verða Ítalíumeistarar nema eitthvað ótrúlegt gerist
Ronaldo og félagar verða Ítalíumeistarar nema eitthvað ótrúlegt gerist vísir/getty

Juventus er áfram ósigrað á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir öruggan 3-0 útisigur á Sassuolo.

Sami Khedira skoraði fyrsta markið á 23. mínútu þegar hann skoraði af stuttu færi eftir klafs í teignum. Það var eina mark fyrri hálfleiks og Ítalíumeistararnir í forystu í leikhléi.

Mario Mandzukic hefði getað tvöfaldað forystuna strax í upphafi seinni hálfleiks en skalli hans úr góðu færi í teignum fer rétt framhjá markinu.

Gestirnir þurftu að bíða þar til á 70. mínútu eftir marki númer tvö, það var Cristiano Ronaldo sem skoraði það eftir hornspyrnu frá Miralem Pjanic. Aðeins mínútu áður hafði Juventus getað fengið vítaspyrnu en eftir skoðun á myndbandsupptökum ákvað dómari leiksins að dæma ekki víti.

Ronaldo lagði svo upp lokamark leiksins á 86. mínútu fyrir Emre Can. Lokatölur urðu 3-0 og Juventus er með 11 stiga forskot á Napólí á toppi deildarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.