Enski boltinn

Gordon Banks látinn | Sjáðu goðsagnakenndu tilþrifin hans

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Banks er hér að verja skalla frá Pelé árið 1970. Margir segja enn í dag að þetta sé besta markvarsla allra tíma.
Banks er hér að verja skalla frá Pelé árið 1970. Margir segja enn í dag að þetta sé besta markvarsla allra tíma. vísir/getty

Enska markvarðargoðsögnin Gordon Banks lést í morgun. Banks var 81 árs gamall. Hann var lengi markvörður enska landsliðsins og stóð á milli stanganna er England vann HM árið 1966.

Hans verður þó lengi minnst fyrir ótrúlega markvörslu gegn Brasilíumanninum Pelé á HM árið 1970. Enn í dag er almennt talað um þetta sem eina bestu vörslu í sögunni en hana má sjá hér að neðan.Banks var einn besti markvörður heims og sannaði það heldur betur með þessari markvörslu. Hann var valinn næstbesti markvörður 20. aldarinnar á eftir Rússanum Lev Yashin.

Hann spilaði 73 landsleiki fyrir England og spilaði lengst af á sínum ferli með Leicester og Stoke City.

Atvinnumannaferillinn hófst árið 1958 og hann lagði hanskana svo á hilluna árið 1978.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.