Hvöttu stjórnvöld til að þrýsta á Pompeo Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. febrúar 2019 16:07 Hópurinn safnaðist saman á Tjarnargötu í dag. Ari Páll Hópur ungmenna mótmælti fundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsætisráðherra Íslands, sem fram fór í Ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu í hádeginu. Mótmælendur söfnuðust þar saman til að skora á íslensk stjórnvöld „að þrýsta á [Mike] Pompeo að beita sér fyrir því að mannréttindabrot gegn börnum á suðurlandamærum þarlendis verði stöðvuð,“ eins og segir í tilkynningu frá aðstandendum mótmælendanna. Pompeo fundaði jafnframt með íslenska starfsbróður sínum í Hörpu í dag, þar sem viðskipti og varnarmál voru til umræðu. Þetta er í fyrsta skiptið frá árinu 2008 sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna mætir til Íslands í opinberum erindagjörðum. Fimm ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka skipulögðu útifundinn á Tjarnargötu en taka fram að öllum þeim „sem hafa áhuga á því að mannréttindi barna séu virt“ hafi verið boðið að slást í hópinn. Hreyfingarnar; Ung vinstri græn, Ungir Jafnaðarmenn, Ungir píratar, ungir meðlimir Sósísíalistaflokksins og Uppreisn, taka auk þess fram að allar ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka hafi fengið boð um að taka þátt í mótmælunum. Í tilkynningunni segir jafnframt að stjórnvöld hafi ekki greint frá fundarstað ráðherrann fyrr en 90 mínútum áður en fundurinn hófst. Það sé því mat mótmælendanna að það sé til marks um alvarleika mannréttindabrotanna, „hversu fljótt þeim tókst að „safna í stóran hóp mótmælenda.“Kristófer Alex Guðmundsson, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, ávarpar hópinn.Ari Páll Bandaríkin Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20 Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Hópur ungmenna mótmælti fundi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsætisráðherra Íslands, sem fram fór í Ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu í hádeginu. Mótmælendur söfnuðust þar saman til að skora á íslensk stjórnvöld „að þrýsta á [Mike] Pompeo að beita sér fyrir því að mannréttindabrot gegn börnum á suðurlandamærum þarlendis verði stöðvuð,“ eins og segir í tilkynningu frá aðstandendum mótmælendanna. Pompeo fundaði jafnframt með íslenska starfsbróður sínum í Hörpu í dag, þar sem viðskipti og varnarmál voru til umræðu. Þetta er í fyrsta skiptið frá árinu 2008 sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna mætir til Íslands í opinberum erindagjörðum. Fimm ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka skipulögðu útifundinn á Tjarnargötu en taka fram að öllum þeim „sem hafa áhuga á því að mannréttindi barna séu virt“ hafi verið boðið að slást í hópinn. Hreyfingarnar; Ung vinstri græn, Ungir Jafnaðarmenn, Ungir píratar, ungir meðlimir Sósísíalistaflokksins og Uppreisn, taka auk þess fram að allar ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka hafi fengið boð um að taka þátt í mótmælunum. Í tilkynningunni segir jafnframt að stjórnvöld hafi ekki greint frá fundarstað ráðherrann fyrr en 90 mínútum áður en fundurinn hófst. Það sé því mat mótmælendanna að það sé til marks um alvarleika mannréttindabrotanna, „hversu fljótt þeim tókst að „safna í stóran hóp mótmælenda.“Kristófer Alex Guðmundsson, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, ávarpar hópinn.Ari Páll
Bandaríkin Reykjavík Utanríkismál Tengdar fréttir Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20 Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fleiri fréttir Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Sjá meira
Umferðartafir í Reykjavík vegna heimsóknar utanríkisráðherra Bandaríkjanna Búast má við umferðartöfum í Reykjavík í dag, annars vegar í hádeginu og hins vegar um kaffileytið, það er á milli klukkan 15 og 16, vegna heimsóknar Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og fylgdarliðs hans hingað til lands. 15. febrúar 2019 07:20
Samráð um að treysta viðskiptatengsl Íslands og Bandaríkjanna Nýr samráðsvettvangur í viðskiptamálum var kynntur á sameiginlegum blaðamannafundi utanríkisráðherra Íslands og Bandaríkjanna í Hörpu í dag. 15. febrúar 2019 16:10