Innlent

Bílvelta í Kollafirði

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Einn var fluttur á slysadeild.
Einn var fluttur á slysadeild. Vísir/Vilhelm
Bíll valt á Vesturlandsvegi í Kollafirði upp úr klukkan tíu í kvöld. Sjúkrafutningamenn frá Akranesi, sem voru að flytja skjólstæðing í sjúkrabíl upp á Akranes, komu að slysinu sem reyndist sem betur fer ekki alvarlegt.

Óskað var eftir sjúkrabíl frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og var hann sendur á staðinn úr Mosfellsbæ.

Einn var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi en samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá slökkviliðinu er ekki talið að meiðsli hafi verið alvarleg.

Tildrög slyssins liggja ekki fyrir og eru þau til rannsóknar hjá lögreglu. Gott veður var á vettvangi en fyrr í kvöld var það hálka og krapi.

Þá urðu tvö umferðaróhöpp á Nýbýlavegi í Kópavogi fyrr í kvöld, í öðru tilfellinu var ekið á ljósastaur. Enginn slasaðist í þeim óhöppum.

Sjá einnig: Þrír handteknir eftir umferðaróhapp í Kópavogi

 

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×