Bjarni Ólafur: Mjög líklegt að ég sé hættur Smári Jökull Jónsson skrifar 16. febrúar 2019 12:22 Bjarni Ólafur segir líklegt að hann sé hættur í fótbolta. Vísri/arnþór Bjarni Ólafur Eiríksson leikmaður Íslandsmeistara Vals segir að hann sé líklega hættur að leika knattspyrnu. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna í þættinum Fótbolti.net á X-inu í hádeginu. „Ég er í fríi sem endar mjög líklega á því að ég hætti í fótbolta. Mér finnst frekar leiðinlegt þegar menn segjast vera hættir og koma svo stuttu seinna og segjast ekki vera hættir. Ég ákvað að segja að ég væri í fríi en það er mjög líklegt að ég sé hættur í fótbolta," sagði Bjarni Ólafur við þá Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson. „Ef svo fer að ég hætti þá geng ég mjög sáttur frá borði. Það verður örugglega mjög erfitt þegar fer að draga nær móti og maður sér Valsvélina fara að malla að vera ekki inná. Þetta er eitthvað sem ég hef ákveðið en frábært, á þessum síðustu árum, að ná tveimur Íslandsmeistaratitlum og tveimur bikarmeistaratitlum," en Bjarni Ólafur hefur verið lykilleikmaður í sigursælu liði Vals. Sögur hafa verið í gangi síðustu vikur og mánuði um að Bjarni myndi ekki leika með Val í sumar og í hlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football, kom fram sú saga að Bjarni myndi möguleika leika með Vestra í sumar. „Ég hef aldrei séð mig spila fyrir annað lið á Íslandi en Val. Ég hef alltaf spilað þar fyrir utan þessi tvö lönd sem ég hef spilað í. Framkvæmdastjóri Vestra hringdi í mig og spurði hvort þessi orðrómur sem hann heyrði væri réttur," sagði Bjarni Ólafur hlæjandi. „Ég sagði nei og að ég væri hættur. Ég á ættir að rekja vestur og það væri nú alveg stemmning," sagði Bjarni og bætti við að hann hefði ekki heyrt í neinum öðrum félögum. „Vestri er eina félagið sem ég hef heyrt í. Ég ætla ekki að loka á neinar dyr og er ekki búinn að segja að ég sé 100% hættur en það er samt mjög líklegt." Bjarni sagði að hugmyndin um að hætta væri ekki ný af nálinni. „Ég er búinn að vera að gæla við þetta í ansi mörg ár, alltaf verið að segja við sjálfan mig að þetta sé fínt. Það er auðvitað erfitt þegar gengur vel og er gaman.“ „Mér byrjaði að finnast í fyrra að þetta væri ennþá þyngra, aðeins minni gleði og áhugi á að mæta á æfingar. Síðan kláraðist tímabilið og ég byrjaði að spá í þessu. Ég ákvað að gefa þessu tækifæri og ætlaði að sjá hvort pásan eftir tímabilið myndi glæða áhugann aftur sem gerðist ekki.“ Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson stýra Valsliðinu og hafa fengið stuðning úr óvænri átt við að sannfæra Bjarna Ólaf um að halda áfram. „Í janúar fór ég og hitti Óla og Bjössa og tilkynnti þeim þetta. Konan mín hefur margoft sagt mér að halda áfram og klára samninginn. Hún hefur verið hörð á því og finnst að ég eigi eitthvað eftir. Það eru margar ástæður fyrir þessu. Þegar manni finnst ekki alveg jafn gaman að mæta á æfingar þá er þetta ekki þess virði.“ Bjarni Ólafur hefur leikið 315 leiki fyrir Val á ferlinum og skoraði í þeim 23 mörk. Þá hefur hann leikið með Silkeborg í Danmörku og Stabæk í Noregi auk þess að leika 21 A-landsleik. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Sjá meira
Bjarni Ólafur Eiríksson leikmaður Íslandsmeistara Vals segir að hann sé líklega hættur að leika knattspyrnu. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna í þættinum Fótbolti.net á X-inu í hádeginu. „Ég er í fríi sem endar mjög líklega á því að ég hætti í fótbolta. Mér finnst frekar leiðinlegt þegar menn segjast vera hættir og koma svo stuttu seinna og segjast ekki vera hættir. Ég ákvað að segja að ég væri í fríi en það er mjög líklegt að ég sé hættur í fótbolta," sagði Bjarni Ólafur við þá Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson. „Ef svo fer að ég hætti þá geng ég mjög sáttur frá borði. Það verður örugglega mjög erfitt þegar fer að draga nær móti og maður sér Valsvélina fara að malla að vera ekki inná. Þetta er eitthvað sem ég hef ákveðið en frábært, á þessum síðustu árum, að ná tveimur Íslandsmeistaratitlum og tveimur bikarmeistaratitlum," en Bjarni Ólafur hefur verið lykilleikmaður í sigursælu liði Vals. Sögur hafa verið í gangi síðustu vikur og mánuði um að Bjarni myndi ekki leika með Val í sumar og í hlaðvarpi Hjörvars Hafliðasonar, Dr. Football, kom fram sú saga að Bjarni myndi möguleika leika með Vestra í sumar. „Ég hef aldrei séð mig spila fyrir annað lið á Íslandi en Val. Ég hef alltaf spilað þar fyrir utan þessi tvö lönd sem ég hef spilað í. Framkvæmdastjóri Vestra hringdi í mig og spurði hvort þessi orðrómur sem hann heyrði væri réttur," sagði Bjarni Ólafur hlæjandi. „Ég sagði nei og að ég væri hættur. Ég á ættir að rekja vestur og það væri nú alveg stemmning," sagði Bjarni og bætti við að hann hefði ekki heyrt í neinum öðrum félögum. „Vestri er eina félagið sem ég hef heyrt í. Ég ætla ekki að loka á neinar dyr og er ekki búinn að segja að ég sé 100% hættur en það er samt mjög líklegt." Bjarni sagði að hugmyndin um að hætta væri ekki ný af nálinni. „Ég er búinn að vera að gæla við þetta í ansi mörg ár, alltaf verið að segja við sjálfan mig að þetta sé fínt. Það er auðvitað erfitt þegar gengur vel og er gaman.“ „Mér byrjaði að finnast í fyrra að þetta væri ennþá þyngra, aðeins minni gleði og áhugi á að mæta á æfingar. Síðan kláraðist tímabilið og ég byrjaði að spá í þessu. Ég ákvað að gefa þessu tækifæri og ætlaði að sjá hvort pásan eftir tímabilið myndi glæða áhugann aftur sem gerðist ekki.“ Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson stýra Valsliðinu og hafa fengið stuðning úr óvænri átt við að sannfæra Bjarna Ólaf um að halda áfram. „Í janúar fór ég og hitti Óla og Bjössa og tilkynnti þeim þetta. Konan mín hefur margoft sagt mér að halda áfram og klára samninginn. Hún hefur verið hörð á því og finnst að ég eigi eitthvað eftir. Það eru margar ástæður fyrir þessu. Þegar manni finnst ekki alveg jafn gaman að mæta á æfingar þá er þetta ekki þess virði.“ Bjarni Ólafur hefur leikið 315 leiki fyrir Val á ferlinum og skoraði í þeim 23 mörk. Þá hefur hann leikið með Silkeborg í Danmörku og Stabæk í Noregi auk þess að leika 21 A-landsleik.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Sjá meira