Frakkarnir stöðvuðu Messi og félaga

skrifar
Lionel Messi, stjarna Barcelona.
Lionel Messi, stjarna Barcelona. vísir/getty

Barcelona náði ekki að finna netmöskvana í kvöld er liðið gerði markalaust jafntefli við Lyon í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Leikið var í Frakklandi í kvöld á Groupama-leikvanginum en Phillippe Coutinho þurfti að gera það sér til góðs að sitja á varamannabekknum í kvöld. Hann leysti svo Ousmane Dembele af hólmi á 67. mínutu.

Börsungar fengu heldur betur tækifærin til þess að skora og voru mun meira með boltann en náðu ekki að troða boltanum í netið. Þeir skutu alls tuttugu sinnum í átt að marki Frakkana en lokatölur 0-0.

Liðin mætast á nýjan leik um miðjan mars mánuð en Börsungar eru áfram með einvígið í sínum höndum fyrir síðari leikinn á Camp Nou.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.