Tómas Ingi: Þetta var eiginlega síðasta stoppustöð Anton Ingi Leifsson skrifar 19. febrúar 2019 22:30 Tómas Ingi Tómasson, knattspyrnuþjálfari og fyrrum leikmaður, er á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð á mjöðm í Þýskalandi í mánuðinum. Tómas hefur farið í fjórar aðgerðir á mjöðm á síðustu árum og var í yfir 200 daga á sjúkrahúsi á síðasta ári en fimmta aðgerðin var framkvæmd í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Þetta hófst allt með mjaðmaraðgerð sem misheppnaðist árið 2015 en hann hefur rætt við Stöð 2 um erfiðleikina. Hann var svo í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld um fimmtu aðgerðina. „Miðað við allt sem er búið að skera frá í fyrri aðgerðum þá held ég að þetta hafi tekist mjög vel,“ sagði Tómas Ingi í viðtali við Arnar Björnsson en Tómas er staddur í Hamburg. „Það er ekki endalaust hægt að opna menn og reyna upp á nýtt þannig að þetta var eiginlega síðasta stoppustöð. Maður var hræddur fyrir aðgerðina en ég vissi að ég væri í höndum bestu lækna í heimi.“ „Það er eins og að fara úr minni deild í Meistaradeildina að koma hingað og ég er ótrúlega glaður að ég sjái möguleika á því að ganga aftur. Að ég sé ekki bundinn hjólastól eða á hækjum eða bundinn öðru hjálpartæki.“ Tómas Ingi segir að það taki að lágmarki eitt og hálft ár að koma sér aftur á fætur en hann er bjartsýnni nú en áður. „Þeir segja að þetta taki lágmark átján mánaði að ná þeim vöðvastyrk sem ég var með fyrir,“ en fjögur ár eru langur tími:„Andlega heilsan hefur farið hrikalega langt niður.“ Hann reiknar með því að fara út af sjúkrahúsinu í Þýskalandi um miðjan mars mánuð og þá bíður hans stórt verkefni. „Þá bíður mín rosalega stórt verkefni að endurhæfa sjálfan mig og reyna að bæta á mig vöðvum til þess að halda mér gangandi. Maður sér í endamarkið í þessari baráttu og að maður geti labbað aftur. Það var ekki öruggt er ég fór hingað inn.“ Margir hafa stutt við bakið á Tómasi í baráttunni og hann er rosalega þakklátur fyrir allan þann stuðning sem hann hefur fengið. „Númer eitt, tvö og þrjú er það konan mín, Helga Lund, sem hefur verið minn klettur. Einnig hefur fjölskyldan staðið þétt við bakið á mér og svo á ég ofboðslega góða vini. Það að gamlir fótboltafélagar og fullt af fólki sem maður hefur snert í lífinu komi svona sterkt inn í þetta ferli hjá mér hefur verið hvatning fyrir mig. Ég er ævinlega þakklátur því fólki.“ Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tómas Ingi: Var við dauðans dyr Guðjón Guðmundsson hitti Tómas Inga Tómasson í dag og ræddi við hann um Tommadaginn á sunnudaginn kemur og hrikalegt erfið fjögur ár sem hafa verið einstaklega erfið líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans. 7. desember 2018 19:15 AGF með söfnun fyrir Tómas Inga í Danmörku Styrktarleikur fyrir Tómas Inga Tómasson og fjölskyldu hans, fer fram á sunnudaginn í Egilshöllinni en þar ætla vinir hans og félagar úr fótboltanum að safna fyrir Tómas Inga. Tómas Ingi á einnig góða að í Danmörku. 7. desember 2018 14:00 Gamlir liðsfélagar Tómasar Inga í AGF söfnuðu einni milljón króna Fyrrverandi samherjar Tómasar Inga og fleiri í kringum Árósafélagið vildu styðja við bakið á sínum manni. 12. desember 2018 10:59 Eiður Smári fór illa með Hjörvar í Tommaleiknum Í gær fór fram góðgerðaleikur milli landsliðs Eyjólfs Sverrissonar og pressuliðs Rúnars Kristinssonar en liðin mættust í Egilshöllinni. 10. desember 2018 23:15 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Tómas Ingi Tómasson, knattspyrnuþjálfari og fyrrum leikmaður, er á batavegi eftir að hafa gengist undir aðgerð á mjöðm í Þýskalandi í mánuðinum. Tómas hefur farið í fjórar aðgerðir á mjöðm á síðustu árum og var í yfir 200 daga á sjúkrahúsi á síðasta ári en fimmta aðgerðin var framkvæmd í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Þetta hófst allt með mjaðmaraðgerð sem misheppnaðist árið 2015 en hann hefur rætt við Stöð 2 um erfiðleikina. Hann var svo í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld um fimmtu aðgerðina. „Miðað við allt sem er búið að skera frá í fyrri aðgerðum þá held ég að þetta hafi tekist mjög vel,“ sagði Tómas Ingi í viðtali við Arnar Björnsson en Tómas er staddur í Hamburg. „Það er ekki endalaust hægt að opna menn og reyna upp á nýtt þannig að þetta var eiginlega síðasta stoppustöð. Maður var hræddur fyrir aðgerðina en ég vissi að ég væri í höndum bestu lækna í heimi.“ „Það er eins og að fara úr minni deild í Meistaradeildina að koma hingað og ég er ótrúlega glaður að ég sjái möguleika á því að ganga aftur. Að ég sé ekki bundinn hjólastól eða á hækjum eða bundinn öðru hjálpartæki.“ Tómas Ingi segir að það taki að lágmarki eitt og hálft ár að koma sér aftur á fætur en hann er bjartsýnni nú en áður. „Þeir segja að þetta taki lágmark átján mánaði að ná þeim vöðvastyrk sem ég var með fyrir,“ en fjögur ár eru langur tími:„Andlega heilsan hefur farið hrikalega langt niður.“ Hann reiknar með því að fara út af sjúkrahúsinu í Þýskalandi um miðjan mars mánuð og þá bíður hans stórt verkefni. „Þá bíður mín rosalega stórt verkefni að endurhæfa sjálfan mig og reyna að bæta á mig vöðvum til þess að halda mér gangandi. Maður sér í endamarkið í þessari baráttu og að maður geti labbað aftur. Það var ekki öruggt er ég fór hingað inn.“ Margir hafa stutt við bakið á Tómasi í baráttunni og hann er rosalega þakklátur fyrir allan þann stuðning sem hann hefur fengið. „Númer eitt, tvö og þrjú er það konan mín, Helga Lund, sem hefur verið minn klettur. Einnig hefur fjölskyldan staðið þétt við bakið á mér og svo á ég ofboðslega góða vini. Það að gamlir fótboltafélagar og fullt af fólki sem maður hefur snert í lífinu komi svona sterkt inn í þetta ferli hjá mér hefur verið hvatning fyrir mig. Ég er ævinlega þakklátur því fólki.“
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tómas Ingi: Var við dauðans dyr Guðjón Guðmundsson hitti Tómas Inga Tómasson í dag og ræddi við hann um Tommadaginn á sunnudaginn kemur og hrikalegt erfið fjögur ár sem hafa verið einstaklega erfið líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans. 7. desember 2018 19:15 AGF með söfnun fyrir Tómas Inga í Danmörku Styrktarleikur fyrir Tómas Inga Tómasson og fjölskyldu hans, fer fram á sunnudaginn í Egilshöllinni en þar ætla vinir hans og félagar úr fótboltanum að safna fyrir Tómas Inga. Tómas Ingi á einnig góða að í Danmörku. 7. desember 2018 14:00 Gamlir liðsfélagar Tómasar Inga í AGF söfnuðu einni milljón króna Fyrrverandi samherjar Tómasar Inga og fleiri í kringum Árósafélagið vildu styðja við bakið á sínum manni. 12. desember 2018 10:59 Eiður Smári fór illa með Hjörvar í Tommaleiknum Í gær fór fram góðgerðaleikur milli landsliðs Eyjólfs Sverrissonar og pressuliðs Rúnars Kristinssonar en liðin mættust í Egilshöllinni. 10. desember 2018 23:15 Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Tómas Ingi: Var við dauðans dyr Guðjón Guðmundsson hitti Tómas Inga Tómasson í dag og ræddi við hann um Tommadaginn á sunnudaginn kemur og hrikalegt erfið fjögur ár sem hafa verið einstaklega erfið líkamlega og andlega fyrir hann og fjölskyldu hans. 7. desember 2018 19:15
AGF með söfnun fyrir Tómas Inga í Danmörku Styrktarleikur fyrir Tómas Inga Tómasson og fjölskyldu hans, fer fram á sunnudaginn í Egilshöllinni en þar ætla vinir hans og félagar úr fótboltanum að safna fyrir Tómas Inga. Tómas Ingi á einnig góða að í Danmörku. 7. desember 2018 14:00
Gamlir liðsfélagar Tómasar Inga í AGF söfnuðu einni milljón króna Fyrrverandi samherjar Tómasar Inga og fleiri í kringum Árósafélagið vildu styðja við bakið á sínum manni. 12. desember 2018 10:59
Eiður Smári fór illa með Hjörvar í Tommaleiknum Í gær fór fram góðgerðaleikur milli landsliðs Eyjólfs Sverrissonar og pressuliðs Rúnars Kristinssonar en liðin mættust í Egilshöllinni. 10. desember 2018 23:15
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti