Erlent

Opinbera nöfn um 298 presta sem sakaðir hafa verið um barnaníð í Texas

Samúel Karl Ólason skrifar
Daniel DiNardo,kardínáli, erkibiskup Gaveston-Houston og forseti ráðs biskupa í Bandaríkjunum.
Daniel DiNardo,kardínáli, erkibiskup Gaveston-Houston og forseti ráðs biskupa í Bandaríkjunum. AP/Patrick Semansky
Forsvarsmenn kaþólsku kirkjunnar í Texas í Bandaríkjunum hafa opinberað nöfn 298 presta sem var sakaðir um barnaníð með trúverðugum hætti frá 1941. Nöfnin voru opinberuð í kjölfar umfangsmikillar rannsóknar dómsmálaráðuneytis Pennsylvaníu sem opinberuð var í sumar. Hún sýndi fram á umfangsmikið yfirvarp kirkjunnar vegna ásakana um barnaníð og kynferðislegt ofbeldi.



Þar kom fram að rúmlega 300 prestar í 15 biskupsdæmum hefðu misnotað minnst þúsund börn á 70 árum. Sú rannsókn leiddi til þess að sambærilegar rannsóknir voru settar á laggirnar víða um Bandaríkin. Texas er ekki meðal þeirra ríkja sem hefur hafið sambærilega rannsókn en þrátt fyrir það gerðu lögregluþjónar og útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna húsleitir í skrifstofum kirkjunnar í Texas í nóvember.



Daniel DiNardo, kardínáli, erkibiskup Gaveston-Houston og forseti ráðs biskupa í Bandaríkjunum, segir það hafa verið eina rétta að opinbera nöfnin. Hann segist vonast til þess að með þessu gætu fórnarlömb prestanna byrjað að lækna sár sín og að opinberunin gæti aukið traust til kirkjunnar á nýjan leik.

Þá hvatti DiNardo fólk til að tilkynna ofbeldi presta.

Samkvæmt USA Today hafa um 50 biskupsdæmi opinbera nöfn tæplega 1.500 presta sem hafa verið sakaðir um barnaníð með trúverðugum hætti. Forsvarsmenn 30 biskupsdæma til viðbótar segjast vera að rannsaka ásakanir eða hafa heitið því að opinbera nöfn presta sem hafa verið ásakaðir um níð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×