Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist umfram spár Sighvatur Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 12:15 Afkastageta Hellisheiðarvirkjunar eykst um 30% í kjölfar stækkunar sem ljúka á við síðar á árinu. Fréttablaðið/Ernir Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist meira en spálíkön gerðu ráð fyrir, segir upplýsingafulltrúi Veitna. Framkvæmdum við stækkun Hellisheiðarvirkjunar var flýtt vegna þessa. Dregið hefur úr notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn eftir að fólk var hvatt til þess að spara heita vatnið í kuldatíðinni undanfarna daga. Um 90% af notkun á heitu vatni á Íslandi er vegna húshitunar, aðeins tíunda hluta heita vatnsins notum við til þess að fara í bað, sturtu, við þrif og annað. Hjá Norðurorku er tekið í sama streng, viðskiptavinir eru hvattir til að fara vel með heita vatnið. Í frétt á vef Norðurorku kemur fram að hærri rennslistölur hafi sést áður en þar sem áfram er spáð miklu frosti geti framleiðsla minnkað á vinnslusvæði á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit.Fjölgun íbúa og ferðamanna áhrif á notkun Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir að þrátt fyrir að dregið hafið úr notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhring hafi heildarnotkun aukist hraðar en spálíkön gerðu ráð fyrir. Við þær spár er tekið tillit til fjölgunar íbúa og ferðamanna. „Við höfum verið að reyna að bregðast við því með því að taka í notkun fleiri borholur og við erum að stækka varmastöðina okkar upp í Hellisheiði. Við flýttum þeirri framkvæmd töluvert þegar við sáum að notkun var að aukast meira en spárnar okkar gerðu ráð fyrir,“ segir Ólöf. Framkvæmdum við næsta áfanga Hellisheiðarvirkjunar á að ljúka síðar á árinu og þá mun virkjunin skila 30% meira af heitu vatni en hún gerir nú. Ólöf segir að dreifikerfið sé ekki vandamálið, notkun höfuðborgarbúa á heitu vatni teygi sig upp í framleiðslumörk.Vel fylgst með sundlaugum Það er vel fylgst með því hvort loka þurfi sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Sundlaugum á Suðurlandi hefur verið lokað vegna kuldans. Heitum pottum og vaðlaug hefur verið lokað í Vesturbæjalaug í Reykjavík en það er vegna lagnakerfis í lauginni sem annar ekki þörf á heitu vatni fyrir potta, vaðlaug og sturtur. Reykjavík Veður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist meira en spálíkön gerðu ráð fyrir, segir upplýsingafulltrúi Veitna. Framkvæmdum við stækkun Hellisheiðarvirkjunar var flýtt vegna þessa. Dregið hefur úr notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhringinn eftir að fólk var hvatt til þess að spara heita vatnið í kuldatíðinni undanfarna daga. Um 90% af notkun á heitu vatni á Íslandi er vegna húshitunar, aðeins tíunda hluta heita vatnsins notum við til þess að fara í bað, sturtu, við þrif og annað. Hjá Norðurorku er tekið í sama streng, viðskiptavinir eru hvattir til að fara vel með heita vatnið. Í frétt á vef Norðurorku kemur fram að hærri rennslistölur hafi sést áður en þar sem áfram er spáð miklu frosti geti framleiðsla minnkað á vinnslusvæði á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit.Fjölgun íbúa og ferðamanna áhrif á notkun Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Veitna, segir að þrátt fyrir að dregið hafið úr notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu síðasta sólarhring hafi heildarnotkun aukist hraðar en spálíkön gerðu ráð fyrir. Við þær spár er tekið tillit til fjölgunar íbúa og ferðamanna. „Við höfum verið að reyna að bregðast við því með því að taka í notkun fleiri borholur og við erum að stækka varmastöðina okkar upp í Hellisheiði. Við flýttum þeirri framkvæmd töluvert þegar við sáum að notkun var að aukast meira en spárnar okkar gerðu ráð fyrir,“ segir Ólöf. Framkvæmdum við næsta áfanga Hellisheiðarvirkjunar á að ljúka síðar á árinu og þá mun virkjunin skila 30% meira af heitu vatni en hún gerir nú. Ólöf segir að dreifikerfið sé ekki vandamálið, notkun höfuðborgarbúa á heitu vatni teygi sig upp í framleiðslumörk.Vel fylgst með sundlaugum Það er vel fylgst með því hvort loka þurfi sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Sundlaugum á Suðurlandi hefur verið lokað vegna kuldans. Heitum pottum og vaðlaug hefur verið lokað í Vesturbæjalaug í Reykjavík en það er vegna lagnakerfis í lauginni sem annar ekki þörf á heitu vatni fyrir potta, vaðlaug og sturtur.
Reykjavík Veður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira